Fyrirsagnalisti

Huldukonur í íslenskri myndlist 4.12.2005 - 20.8.2006 Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Sýningin Huldukonur í íslenskri myndlist var ásamt samnefndri bók afrakstur 25 ára rannsóknarvinnu Hrafnhildar Schram. Sýningin fjallaði um ævi og verk tíu kvenna sem voru nær allar fæddar á síðari hluta 19. aldar.

Lesa meira
 

NORÐUR / NORTH - Ljósmyndir Marco Paoluzzo 4.12.2005 - 20.2.2006 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Sýningin Norður/North með ljósmyndum Marco Paoluzzo var opnuð í Myndasal Þjóðminjasafnsins í desember 2005. Marco Paoluzzo er svissneskur ljósmyndari sem hefur á síðasta áratug sérhæft sig í vaxandi mæli í ferðaljósmyndun. Leiðir hans hafa legið víða um heiminn. Helsti vettvangur fyrir myndir hans hefur verið tímarit Hann hefur gefið út ljósmyndabækur frá Shanghai í Kína, Kúbu, Ameríku og Freiburgarsvæðinu í heimalandi sínu Sviss auk tveggja ljósmyndabóka um Ísland. Allar eru þessar bækur með svart hvítum myndum en Marco myndar jöfnum höndum í lit og svart hvítu.

Lesa meira
 

Aðflutt landslag. Ljósmyndir Péturs Thomsen 4.12.2005 - 20.2.2006 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Ljósmyndasýningin Aðflutt landslag opnaði í Myndasal Þjóðminjasafnsins í desember 2005.

Lesa meira
 

design.is 18.11.2005 - 31.12.2005 Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Í Bogasal Þjóðminjasafnsins var opnuð sýningin design.is. Sýningin samanstóð af verkum um 20 íslenskra hönnuða sem staðsett voru í litlum tjöldum, hulduhólum, vítt og breitt um safnið. Sýningarstjórar voru Hrafnkell Birgisson og Sólveig Sveinbjörnsdóttir.

Lesa meira
 

Konungsheimsóknin 1907 8.10.2005 - 27.11.2005 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Á haustmánuðum 2005 opnaði Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður sýningu í Myndasal þar sem gat að líta ljósmyndir frá konungskomunni 1907 er Friðrik 8. Danakonungur heimsótti landið. Á sýningunni voru tæplega 60 ljósmyndir úr Reykjavík og af Suðurlandi teknar af Halldóri E. Arnórssyni, Hallgrími Einarssyni, Magnúsi Ólafssyni, Pétri Brynjólfssyni, Vigfúsi Sigurðssyni og óþekktum ljósmyndara. Eru þær í eigu Þjóðminjasafns Íslands og Minjasafnsins á Akureyri.

Lesa meira
 

Skuggaföll. Portrettmyndir Kristins Ingvarssonar 16.6.2005 - 18.9.2005 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Kristinn Ingvarsson ljósmyndari er að margra mati fremstur þeirra sem taka portrett fyrir blöð og tímarit á Íslandi. Hann hefur tekið portrettljósmyndir af þekktum Íslendingum og útlendingum frá því hann útskrifaðist frá Harrow College of Higher Education í Bretlandi árið 1989. Hann hefur lagt rækt við svarthvítt portrett og hefur lag á að finna samhljóm milli persóna og umhverfis. Hver mynd Kristins er á einhvern hátt samvinna milli hans sem ljósmyndara og myndefnisins.

Lesa meira
 

Story of your life. Ljósmyndir Haraldar Jónssonar. 16.6.2005 - 18.9.2005 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Ljósmyndasyrpa Haraldar Jónssonar, The Story of Your Life, varpaði ljósi á margbrotið eðli ljósmyndarinnar, náin og um leið flókin tengsl hennar við einstaklinginn, raunveruleikann, umhverfið, tímann, frásögnina og minnið. Við fyrstu sýn gæti virst að það sé verið að skrásetja staði, hversdagsleg atvik og nytjahluti, eða sýna sjálfsævisöguleg minningaraugnablik, án samhengis, eins og einkaljósmyndir frá ókunnugum sem maður skoðar í misgripum fyrir sínar eigin.

Lesa meira
 

Sýning á ljósmyndum frá konungskomunni 1907 í Jónshúsi í Kaupmannahöfn 5.6.2005 - 31.12.2005 Jónshús

Forseti Alþingis, Halldór Blöndal opnaði sýningu á ljósmyndum frá konungskomunni 1907 í Jónshúsi í Kaupmannahöfn sunnudaginn 5. júní. Þjóðminjasafn Íslands hafði veg og vanda af undirbúningi sýningarinnar fyrir Alþingi og Jónshús.

Lesa meira
 

Mynd á þili 16.5.2005 - 23.10.2005 Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Sýningin Mynd á þili var afrakstur rannsókna Þóru Kristjánsdóttur, sérfræðings í kirkjulist, á listgripum Þjóðminjasafnsins undanfarin ár en munirnir eru frá 16., 17. og 18. öld. Menntamálaráðherra, frú Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, opnar sýninguna.

Lesa meira
 

Fornleifarannsóknir og hin nýja Íslandssaga. Níu fornleifarannsóknir Kristnihátíðarsjóðs á Þjóðminjasafni Íslands. 5.4.2005 - 31.7.2005 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Á rannsóknarsýningunni Fornleifarannsóknir og hin nýja Íslandssaga var níu fornleifarannsóknum Kristnihátíðarsjóðs gerð skil. Á sýningunni voru kynntar þær fornleifarannsóknir sem stóðu yfir árið xxxx með tilstyrk Kristnihátíðarsjóðs og þar mátti sjá úrval gripa sem fundist hafa við uppgrefti. Kristnihátíðarsjóður var stofnaður árið 2000 til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því kristni var lögtekin á Íslandi og sú mikla gróska sem verið hefur í fornleifarannsóknum á undanförnum árum er ekki síst honum að þakka.

Lesa meira
 

Í Vesturheimi 1955. Ljósmyndir Guðna Þórðarsonar. 12.3.2005 - 5.6.2005 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Í Vesturheimi 1955 er heiti á ljósmyndasýningu sem var helguð ljósmyndum Guðna Þórðarsonar blaðamanns og ljósmyndara. Guðni ferðaðist um byggðir Vestur-Íslendinga í Kanada og Bandaríkjunum sumarið 1955 með tilstyrk Alþingis og tók ljósmyndir og kvikmyndir. Hann fór víða um og sótti heim fjölmörg byggðarlög, en myndaði eðlilega mest þar sem Vestur-Íslendingar voru fjölmennastir, eins og á Washington eyju í Michiganvatni, í Minnesota, Norður-Dakota og Nýja Íslandi.

Lesa meira
 

Íslendingar í Riccione - ljósmyndir úr fórum Manfroni bræðra 12.3.2005 - 5.6.2005 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Íslendingar í Riccione var sýning ljósmynda sem teknar voru á veitingastaðnum La Traviata á sumarleyfisstaðnum Riccione á Ítalíu á níunda áratug 20. aldar. 

Lesa meira
 

Ómur. Landið og þjóðin í íslenskri hönnun 29.1.2005 - 1.5.2005 Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Getur þjóðarsálin búið í klakaboxi, á snaga eða í gallabuxum?

Þessum spurningum og fleiri var velt upp á sýningu Þjóðminjasafnsins, Ómur - Landið og þjóðin í íslenskri hönnun, sem opnuð var í Bogasalnum snemma árs 2005. Sýningin var ein sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Sýnd voru verk 42 hönnuða sem sýningarhöfundarnir Páll Hjaltason arkitekt og Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður völdu eftir sex flokkum: snjórinn, sauðkindin, sjórinn, þjóðbúningurinn, hraunið og þjóðlegt. Verkin á sýningunni spönnuðu allt frá arkitektúr til skartgripa og leitast var við að sýna hvernig íslensk hönnun byggir á grunni arfleifðar og lands en er útfærð, endurnýjuð og aðlöguð nýjum aðstæðum og þörfum samtímans.

Frú Dorrit Moussaieff opnaði sýninguna og Valgerður Sverrisdóttir ávarpaði gesti.

Lesa meira
 

Reykholt, búskapur og umhverfi 26.1.2005 - 31.12.2005 Hornið - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Reykholt, búskapur og umhverfi var rannsóknasýning um þverfaglegar rannsóknir í Reykholti opnuð. Reykholtsverkefnið var samstarfsverkefni fjölmargra stofnana innanlands og utan um sögu, náttúru, búskap, fornleifar og bókmenntir í Reykholti.

Lesa meira
 

"Hér stóð bær" 15.1.2005 - 27.2.2005 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Í Myndasal snemma árs 2005 gat að líta greiningarsýninguna „Hér stóð bær“, þar sem gestir voru beðnir um að hjálpa til við að þekkja bæina á myndunum. Ljósmyndir sem berast myndasafni Þjóðminjasafnsins eru misvel skráðar og þangað berast söfn af filmum sem eru alveg óskráð. Þar á meðal eru margar bæjarmyndir. 

Lesa meira
 

Átján álagablettir 15.1.2005 - 27.2.2005 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Ljósmyndasýningin Átján álagablettir sem sett var upp á Veggnum snemma árs 2005 var tileinkuð átján barna föður í álfheimum og öðrum forvitnum Íslendingum, þessa heims og annars.„Átján vóru synir mínir í álfheimum..."

Lesa meira
 

Eldur í Kaupinhafn 1.1.2005 - 31.12.2005 Hornið - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Eldur í Kaupinhafn - 300 ára minning Jóns Ólafssonar úr Grunnavík var rannsóknarsýning sem sett var upp síðsumars árið 2005. Sýningin var samvinnuverkefni Þjóðminjasafnsins og Góðvina Grunnavíkur-Jóns og fjallaði um fræðimanninn Jón Ólafsson (1705-1779), ævi hans og störf.

Lesa meira