Eldri sýningar

NORÐUR / NORTH - Ljósmyndir Marco Paoluzzo

  • 4.12.2005 - 20.2.2006, Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Sýningin Norður/North með ljósmyndum Marco Paoluzzo var opnuð í Myndasal Þjóðminjasafnsins í desember 2005. Marco Paoluzzo er svissneskur ljósmyndari sem hefur á síðasta áratug sérhæft sig í vaxandi mæli í ferðaljósmyndun. Leiðir hans hafa legið víða um heiminn. Helsti vettvangur fyrir myndir hans hefur verið tímarit Hann hefur gefið út ljósmyndabækur frá Shanghai í Kína, Kúbu, Ameríku og Freiburgarsvæðinu í heimalandi sínu Sviss auk tveggja ljósmyndabóka um Ísland. Allar eru þessar bækur með svart hvítum myndum en Marco myndar jöfnum höndum í lit og svart hvítu.

Áratugur er nú liðinn síðan fyrri Íslandsbókin kom út en hún hét einfaldlega Ísland. Sú síðari sem er nýútkomin heitir North eða Nord. Þar er kjarni myndanna frá Íslandi en hluti frá Færeyjum. Sýningin Norður er eins konar útgáfusýning tengd útkomu bókarinnar og þar eru sýndar glæsilegar stækkanir höfundarins af úrvali mynda úr bókinni.