Fyrirsagnalisti
Aðventa á Fjöllum
Ljósmyndir Sigurjóns Péturssonar sækja innblástur sinn í bók Gunnars Gunnarssonar Aðventu um ævintýri Fjalla-Bensa.
Lesa meiraBjörgunarafrekið við Látrabjarg
Ljósmyndirnar voru teknar við gerð heimildarkvikmyndar Óskars Gíslasonar 1948 um hið frækilega björgunarafrek við Látrabjarg og sýna sviðsetta björgun skipverjanna á Dhoon árið 1947 og raunverulega björgun skipverja togarans Sargon, ári síðar.
Lesa meiraEinvígi aldarinnar. Fischer og Spassky – 40 ár
Skákeinvígið sem kallað hefur verið „einvígi aldarinnar“ var háð í Reykjavík sumarið 1972. Þar tókust á fulltrúar risaveldanna á tímum „Kalda stríðsins“, Bandaríkjamaðurinn Bobby Fischer og sovéski heimsmeistarinn Boris Spassky. Í tilefni þess að í ár eru liðin 40 ár frá einvíginu má sjá sýninguna Einvígi aldarinnar. Fischer og Spassky – 40 ár í Horni á 2. hæð í Þjóðminjasafni Íslands. Á sýningunni eru munir og myndir sem tengjast skákeinvíginu 1972.
Lesa meiraHandaverk frú Magneu Þorkelsdóttur
Magnea fæddist 1. mars 1911 í Reykjavík. Þegar Magnea var á barnsaldri kynntist hún nágrannakonu sinni en af henni nam hún fyrstu nálarsporin aðeins fimm ára að aldri. Magnea gekk í Miðbæjarskólann og síðan í Kvennaskólann í Reykjavík. Hún var afburðanemandi og hlaut verðlaun við útskrift bæði fyrir verkkunnáttu og bóklegar greinar. Hæfileikar hennar nýttust er hún réðst ung stúlka til vinnu á saumastofunni Dyngju í Reykjavík. Þar vann hún við að baldera og sauma þjóðbúninga m.a. skautbúninga fyrir Alþingishátíðina 1930. Þótt Magnea hafi verið jafnvíg á bóknám og verknám stóð hugur hennar alltaf til hannyrða sem hún vann af ástríðu og einstöku listfengi alla tíð.
Lesa meiraTÍZKA – kjólar og korselett
Á sýningunni eru svokallaðir módelkjólar sem saumaðir voru eftir pöntun og ýmsir fylgihlutir eins og skór, hattar, hanskar og undirföt. Kjólarnir eru listaverk, sumir látlausir og einfaldir aðrir tilkomumiklir og glæsilegir, kjólar sem pössuðu við konuna og tilefnið. Sýningarhöfundur er Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður, en með einstakri innsýn sinni í tískustrauma 20. aldar tekst henni að glæða kjólana á sýningunni nýju lífi.
Lesa meiraHjálmar R. Bárðarson í svarthvítu
Hjálmar R. Bárðarson (1918-2009) fyrrverandi siglingamálastjóri var afkastamikill áhugaljósmyndari og gaf út fjölda bóka með myndum af landi og þjóð. Á sýningunni eru nýjar eftirtökur svarthvítra mynda úr safni hans, bæði landslagsmyndir og listrænar myndir frá tímabilinu 1932 til 1988.
Lesa meira