Fyrirsagnalisti

Með silfurbjarta nál í ævintýraskógi Rousseau 29.3.2007 - 29.4.2007 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Í tengslum við textílsýninguna Með silfurbjarta nál - spor miðalda í íslenskum myndsaumi í Bogasalnum var haldin sýningin Með silfurbjarta nál í ævintýraskógi Rousseau á Torginu. Á sýningunni voru verk nemenda í Myndlistaskólanum í Reykjavík.

Lesa meira
 

Hví ekki Afríka? Ljósmyndir Dominique Darbois og Franskt vor 17.3.2007 - 29.4.2007 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Hví ekki Afríka? var sýning á ljósmyndum Dominique Darbois frá Afríku og afrískum skúlptúrum. Sýningin var haldin í tengslum við frönsku menningarhátíðina Pourquoi pas? á Íslandi. Ljósmyndarinn Dominique Darbois fæddist í París árið 1925 en ferðaðist um Afríku á tímabilinu 1950 til 1980 og myndaði afrískar meðsystur sínar í meira en tíu löndum sunnan Sahara. Konurnar," segir Pierre Amrouche sýningarstjóri, "eru stoðirnar sem heimsálfan hvílir á." Á sínum tíma leyfðu hinar afrísku konur frönsku konunni að taka af sér myndir sem bæru lífi þeirra vitni og nú horfa þær til okkar af myndunum, eftirtektarverðar, sterkar og hugrakkar.

Lesa meira
 

Sporlaust - ljósmyndir Katrínar Elvarsdóttur 17.3.2007 - 29.4.2007 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Á sýningunni Sporlaust voru til sýnis ljósmyndir Katrínar Elvarsdóttur.

Lesa meira
 

Á tímum torfbæja: híbýlahættir og efnismenning í íslenska torfbænum frá 1850 30.1.2007 - 1.6.2007 Hornið - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Hvernig skyldi hafa verið að búa í torfbæ um miðja 20. öld? Þetta er meðal þess sem dr. Anna Lísa Rúnarsdóttir mannfræðingur hefur velt fyrir sér. Hún rannsakaði lífið í torfbæjunum frá 1850 til búsetuloka fram yfir 1950. Á rannsóknarsýningunni í Forsalnum á 2. hæð eru niðurstöður hennar kynntar og varpa myndir og textar ásamt völdum gripum úr safnkostinum ljósi á þær miklu breytingar sem urðu á þessu síðasta tímaskeiði torfbæjanna.

Lesa meira
 

Með tyggjó og túberað hár 12.1.2007 - 11.3.2007 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Hvert tímabil hefur sinn blæ og stíl. Með ljósmyndasýningunni Með tyggjó og túberað hár rifjaði Þjóðminjasafnið upp stemningu sjöunda áratugarins eins og hún birtist okkur í myndum tvíburabræðranna Ingimundar og Kristjáns Magnússona. Í framhaldi af sýningunni Hátíð í bæ á Veggnum með myndum bræðranna frá jólaundirbúningi og jólahaldi sjöunda áratugarins brá Þjóðminjasafnið upp myndum þeirra af táningum frá sama tíma með tilheyrandi bítli og sveiflu.

Lesa meira
 

Á mótum tveggja tíma 2.12.2006 - 12.3.2007 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Á sýningunni Á mótum tveggja tíma gat að líta ljósmyndir úr safni hins þjóðþekkta Guðna Þórðarsonar eða Guðna í Sunnu, blaðamanns, ljósmyndara og ferðamálafrömuðar. Sýndar voru myndir víða af á landinu frá miklu umbrotaskeiði í sögu þjóðarinnar. Myndir Guðna í Sunnu eru eins og tímasneið frá árunum 1946 til 1960. Þar má sjá fólk við hversdagslega iðju og alls konar störf úti og inni: menn á sjó, konur við fiskverkun, réttirnar, heybaggaflutninga, vinnuvélar í sveitum sem voru nýjung á þeim tíma, vegagerðarmenn og bifvélavirkja við vinnu o.s.frv. En þar er sitthvað fleira svo sem fjölskylda við tedrykkju í fínu stofunni, litlir prúðbúnir strákar á bryggjunni og viðskiptavinir í röð við búðarborð kaupmannsins.

Lesa meira
 
Riddarateppið

Með silfurbjarta nál - spor miðalda í íslenskum myndsaumi 9.9.2006 - 29.4.2007 Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Á sýningunni Með silfurbjarta nál - spor miðalda í íslenskum myndsaumi voru til sýnis útsaumuð handaverk listfengra kvenna frá ýmsum tímum. Veggtjöld voru bæði notuð í kirkjum og venjulegum híbýlum og á sýningunni er margt dýrgripa: hluti úr eina íslenska reflinum sem varðveist hefur, veggtjöld frá 17. og 18. öld, altarisklæði og kirkjugripir á borð við korpóralshús, hökul og altarisbrúnir. Myndefni útsaumsins er fjölbreytt, m.a. sótt í Biblíuna og sögur helgra manna en einnig í kynjadýraveröld fyrri alda. Þarna má sjá stílfært jurta- og dýraskraut, leturlínur úr sálmum og skýringarorð.

Lesa meira