Fyrirsagnalisti
Lítil
Sýningin Lítil er nokkurskonar ástarjátning til fegurðarinnar sem býr í hinu smáa. Að verkinu standa listamennirnir Sigrún Hlín Sigurðardóttir og Ragnheiður Harpa Leifsdóttir.
Lesa meiraNytjahlutir úr silfri
Á sýningunni Silfrið mitt má sjá tíu nytjahluti úr silfri sem Stefán Bogi Stefánsson gull- og silfursmiður smíðaði. Hann hefur um árabil hannað gull-og silfur skartgripi ásamt því að hanna kirkjumuni fyrir íslenskar kirkjur og silfurmuni fyrir íslenska og erlenda aðila.
Lesa meiraBlaðamaður með myndavél
Sýnt er úrval ljósmynda Vilborgar Harðardóttur en hún var blaðamaður Þjóðviljans á árunum 1963-1981. Á þeim tíma höfðu ljósmyndarar ekki sérstaka stöðu í íslenskri blaðamannastétt og því var það í höndum blaðamanna að mynda umfjöllunarefni sitt.
Lesa meiraAð vefa saman DNA
Sýningin er samvinnuverkefni íslenska vöruhönnuðarins Hönnu Dísar Whitehead og skoska textílhönnuðarins Claire Anderson.
Lesa meiraHið íslenska biblíufélag 200 ára
Í tilefni af 200 ára afmæli Hins íslenska biblíufélags verður sýning á 3. hæð Þjóðminjasafnsins. Sýndar verða biblíur í eigu Þjóðminjasafnsins og gömul prentmót en auk þess biblíur í eigu félagsins.
Lesa meiraHvað er svona merkilegt við það?
Sýningin er framlag Þjóðminjasafnsins á aldarafmæli kosningaréttar íslenskra kvenna og sýningargerðin er styrkt af afmælisnefndinni.
Lesa meiraI Ein/ Einn
Á sýningunni eru ljósmyndir af íslenskum einförum og vistarverum þeirra. Sumir hafa orðið eftir á æskuslóðum en aðrir leitað í einveru, einhverjir búa í sveit en aðrir í þéttbýli en á myndunum er skyggnst inn í líf einfaranna.
Lesa meiraBláklædda konan
Sýning sem byggir á nýjum rannsóknum vísindamanna á beinum og gripum landnámskonu sem fannst árið 1938 í gröf á Austurlandi.
Lesa meiraSjónarhorn – ferðalag um íslenskan myndheim
Sjónarhorn er grunnsýning á sjónrænum menningararfi Íslendinga en þar eru sýnd verk úr safneign Þjóðminjasafns Íslands, Listasafns Íslands, Náttúruminjasafns Íslands, Þjóðskjalasafns Íslands, Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns og Stofnunar Árna Magnússonar. Þjóðminjasafnið sér um rekstur hússins.
Lesa meiraBókfell
Samstarfsverkefni Vasulka-stofu, Listasafns Íslands og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Lesa meira