Eldri sýningar

Nytjahlutir úr silfri

  • 3.10.2015 - 18.10.2015
  • Nytjahlutir úr silfri

Á sýningunni Silfrið mitt má sjá tíu nytjahluti úr silfri sem Stefán Bogi Stefánsson gull- og silfursmiður smíðaði. Hann hefur um árabil hannað gull-og silfur skartgripi ásamt því að hanna kirkjumuni fyrir íslenskar kirkjur og silfurmuni fyrir íslenska og erlenda aðila.

Stefán er trúr hefðbundnum gildum silfursmíðinnar. Hlutirnir, sem flestir eru smíðaðir á þessu ári,  eru hannaðir með það fyrir augum að notagildi, slétt yfirborð efnisins og einfalt form fái notið sín. Virðing er borin fyrir efninu, hefðinni og handverkinu.  Í verkunum spila eldurinn, hamarinn og korpusjárnið aðalhlutverk, lausnir sem snúa að notagildi og tæknilegri útfærslu skipta þó ekki síður máli.

Allt miðar að sama marki: að skapa formfagra nytjahluti úr silfri sem lúta lögmálum sígildrar silfursmíði og sóma sér vel í þeim aðstæðum sem þeim eru ætlaðar.

Hönnun Stefáns Boga má skoða nánar á www.metaldesignreykjavik.is.