Fyrirsagnalisti

Ísland
Sýningin Ísland var helguð ólíkri sýn tveggja Evrópubúa á landið. Sumarið 1938 ferðuðust þjóðverjinn Alfred Ehrhardt og Englendingurinn Mark Watson um Ísland. Báðir komu til að sjá og upplifa náttúru landsins en tilgangur þeirra var þó ólíkur. Watson hafði dreymt um að sjá landið frá bernsku og ljósmyndir hans eru í anda almennra ferðamynda. Eins og myndirnar vitna um var hann mjög liðtækur ljósmyndari.
Lesa meiraFlug(a) - milli náttúru og menningar
Sýningin Flug(a) - milli náttúru og menningar, samanstendur af ljósmyndum eftir Bryndísi Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson. Á ljósmyndunum birtist samband mannsins við náttúruna í sambandi hans við dýrin. Heimili gæludýra innan borgarmarkanna eru í brennidepli. Bryndís og Mark fengu rjúpnaskyttur til að skjóta einu haglaskoti hver á kort af miðborg Reykjavíkur. Þar sem gæludýr voru í húsunum sem urðu fyrir skoti voru heimilin ljósmynduð. Listamennirnir unnu líka með nemendum Austurbæjarskóla undir stjórn Guðlaugs Valgarðssonar kennara og má sjá afrakstur þess samstarfs á Torginu hjá Kaffitár.
Lesa meira
Rætur rúntsins. Ljósmyndir Rob Hornstra.
Vorið 2006 gat að líta sýningu með ljósmyndum hollenska ljósmyndarans Rob Hornstra í Myndasal Þjóðminjasafns Íslands. Sýningin bar heitið Rætur rúntsins og var afrakstur af ferðum Robs um Ísland árið 2005. Rob Hornstra var einn sex þátttakenda í evrópsku ljósmyndaverkefni á vegum International Photography Research Network við háskólann í Sunderland í Englandi, en Þjóðminjasafn Íslands var samstarfsaðili að verkefninu árið 2005.

Huldukonur í íslenskri myndlist
Sýningin Huldukonur í íslenskri myndlist var ásamt samnefndri bók afrakstur 25 ára rannsóknarvinnu Hrafnhildar Schram. Sýningin fjallaði um ævi og verk tíu kvenna sem voru nær allar fæddar á síðari hluta 19. aldar.
Lesa meira