Fyrirsagnalisti

Sérkenni sveinanna 7.12.2008 - 1.1.2009 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu 12.12.2017 - 6.1.2018 10:00 - 17:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Af hverju heitir Askasleikir Askasleikir? Á jólasýningu Þjóðminjasafnsins er sett upp jólahús með gripum sem tengjast jólasveinunum. Börnin mega snerta gripina sem geta hjálpað þeim að skilja nöfn jólasveinanna.

Lesa meira
 
Gömul mynd af fólki á laugarvatni

Þjóðin, landið og lýðveldið 27.9.2008 - 31.12.2008 15:00 - 17:00

Sýning á ljósmyndum og kvikmyndum Vigfúsar Sigurgeirssonar frá 1936-1960.

Lesa meira
 

Yfir hafið og heim - íslenskir munir frá Svíþjóð 6.8.2008 - 31.1.2009 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Vorið 2008 var gengið frá sérstökum samningi milli Þjóðminjasafns Íslands og Nordiska museet í Svíþjóð um íslenska gripi sem hafa verið í eigu sænska safnsins frá því á 19. öld. Í tilefni þess að munirnir komu til Íslands vorið 2008 setti Þjóðminjasafn Íslands upp sýningu á gripunum sem stóð til 31. janúar 2009.

Lesa meira
 

Endurkast, Í þokunni og Lífshlaup 16.5.2008 - 14.9.2008 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Endurkast er samsýning átta íslenskra ljósmyndara, sem nýlega stofnuðu Félag íslenskra Samtímaljósmyndara. Þessi sýning er jafnframt á dagskrá Listahátíðar. Í þokunni (In the Mist) er sýning franska ljósmyndarans Thomas Humery á myndum sem voru teknar nýlega hér á landi. Báðar sýningarnar standa til 14. september.

Lesa meira
 

Sjöund 5.4.2008 - 19.4.2008 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Til sýnis er SJÖUND eftir Gunnar Hersvein rithöfund og Sóleyju Stefánsdóttur hönnuð. Verkið felst í ljóðaumslagi og sjö grafískum ljóðamyndum. Með SJÖUND er gerð tilraun til að sleppa ljóðinu lausu úr ljóðabókinni og fólk fær tækifæri til að senda ljóð hvert til annars.

Lesa meira
 

Að horfa með fingrunum 23.2.2008 - 9.3.2008 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Á sýningunni eru þrívíð verk blindra og sjónskertra barna sem unnin voru í Myndlistaskólanum í Reykjavík veturinn 2007-2008, auk teikninga nokkurra nemenda skólans af verkum þeirra. Fjölbreytileg áferð, lykt og hljóð mismunandi efna voru nemendum og kennurum hvatning í leit sinni að nýjum og ævintýralegum möguleikum.

Lesa meira
 

Til gagns og til fegurðar 8.2.2008 - 4.5.2008 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Sýningin Til gagns og til fegurðar byggir á rannsóknum Æsu Sigurjónsdóttur listfræðings á útliti og klæðaburði Íslendinga í ljósmyndum frá 1860 til 1960.

Lesa meira
 

Tvö þúsund og átta 8.2.2008 - 4.5.2008 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Á Veggnum stendur yfir sýningin Tvö-þúsund-og-átta með ljósmyndum Veru Pálsdóttur af fatatísku nútímans og fríkuðum fastagestum á skemmtistaðnum Sirkus. Sýningin er sett upp í samstarfi við tímaritið NÝTT LÍF en Vera starfar nú sem ljósmyndari NÝS LÍFS við góðan orðstír.

Lesa meira
 

Textíllistaverkið Skammdegi 1.2.2008 - 20.4.2008 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Textíllistaverkið Skammdegi eftir Ingibjörgu Styrgerði Haraldsdóttur var til sýnis í anddyri Þjóðminjasafnsins. Ingibjörg Styrgerður er fædd árið 1948. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands árin 1967-1974 og við Hochschule für angevandte Kunst í Vín 1974-1979.

Lesa meira
 

Útsaumaðar jólasveinamyndir 14.12.2007 - 6.1.2008 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Á 3. hæð Þjóðminjasafnsins voru til sýnis útsaumaðar jólaveinamyndir eftir Elsu E.Guðjónsson. Myndirnar hannaði og saumaði Elsa við vísnabálk sem hún orti um íslensku jólasveinana. Saumgerðin er gamli íslenski krosssaumurinn í stramma með íslensku eingirni.

Lesa meira
 

Á efsta degi. Býsönsk dómsdagsmynd frá Hólum 20.10.2007 - 25.5.2008 Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Til sýnis eru þrettán fornar og fagurlega útskornar furufjalir, nú kenndar við bæinn Bjarnastaðahlíð í Skagafirði, en munu upprunalega hafa verið úr mikilfenglegri dómsdagsmynd sem prýtt hefur dómkirkju Jóns helga Ögmundssonar biskups á Hólum í Hjaltadal.

Lesa meira
 

Undrabörn 9.9.2007 - 3.2.2008 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Á sýningunni gat að líta ljósmyndir sem hinn heimsþekkti bandaríski ljósmyndari Mary Ellen Mark tók af fötluðum börnum á Íslandi. Þessar myndir sýna veruleika barnanna í samtímanum, en Mary Ellen Mark er þekkt fyrir myndir þar sem horfst er í augu við raunveruleikann.

Lesa meira
 

Undrabörn 9.9.2007 - 3.2.2008 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Á sýningunni Undrabörn var brugðið upp áhugaverðri myndaröð eftir Ívar Brynjólfsson á Veggnum. Myndir hans sýna sérstaklega umhverfi hinna fötluðu barna í Öskjuhlíðarskóla, Safamýrarskóla og Lyngási.

Lesa meira
 

Undrabörn 9.9.2007 - 3.2.2008 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Á sýningunni Undrabörn mátti sjá ýmis myndverk eftir undrabörnin sjálf, fyrrverandi og núverandi nemendur Öskjuhlíðarskóla og Safamýrarskóla. Í báðum skólum er lögð mikil áhersla á að örva börnin með markvissri handavinnu, meðal annars í myndlist.

Lesa meira