Fyrirsagnalisti

Sjöund
Til sýnis er SJÖUND eftir Gunnar Hersvein rithöfund og Sóleyju Stefánsdóttur hönnuð. Verkið felst í ljóðaumslagi og sjö grafískum ljóðamyndum. Með SJÖUND er gerð tilraun til að sleppa ljóðinu lausu úr ljóðabókinni og fólk fær tækifæri til að senda ljóð hvert til annars.
Lesa meira
Til gagns og til fegurðar
Sýningin Til gagns og til fegurðar byggir á rannsóknum Æsu Sigurjónsdóttur listfræðings á útliti og klæðaburði Íslendinga í ljósmyndum frá 1860 til 1960.
Lesa meira
Tvö þúsund og átta
Á Veggnum stendur yfir sýningin Tvö-þúsund-og-átta með ljósmyndum Veru Pálsdóttur af fatatísku nútímans og fríkuðum fastagestum á skemmtistaðnum Sirkus. Sýningin er sett upp í samstarfi við tímaritið NÝTT LÍF en Vera starfar nú sem ljósmyndari NÝS LÍFS við góðan orðstír.
Lesa meira
Textíllistaverkið Skammdegi
Textíllistaverkið Skammdegi eftir Ingibjörgu Styrgerði Haraldsdóttur var til sýnis í anddyri Þjóðminjasafnsins. Ingibjörg Styrgerður er fædd árið 1948. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands árin 1967-1974 og við Hochschule für angevandte Kunst í Vín 1974-1979.
Lesa meira
Á efsta degi. Býsönsk dómsdagsmynd frá Hólum
Til sýnis eru þrettán fornar og fagurlega útskornar furufjalir, nú kenndar við bæinn Bjarnastaðahlíð í Skagafirði, en munu upprunalega hafa verið úr mikilfenglegri dómsdagsmynd sem prýtt hefur dómkirkju Jóns helga Ögmundssonar biskups á Hólum í Hjaltadal.