Fyrirsagnalisti
Stoppað í fat
Sýning á viðgerðum munum úr safneign. Á sýningunni má sjá fjölbreyttar viðgerðir á fatnaði, vefnaðarvöru, heimilisáhöldum og verkfærum frá ýmsum tímum. Í tengslum við sýninguna hefur verið send út spurningaskrá um viðgerðir og endurnýtingu á heimilum í dag.
Lesa meiraKistlar og Stokkar
Á sýningunni má sjá kistla útskorna með höfðaletri, sem er séríslensk leturgerð. Notkun höfðaleturs einskorðaðist nánast alla tíð við gripi úr tré, málmi og horni. Það er ekki fyrr en á 20. öld sem efnisnotkunin verður fjölbreyttari. Áletranir voru ýmist trúarlegs eðlis, vísur eða persónu-legar kveðjur, oft með nafni þess er átti gripinn og ártali.
Lesa meiraSögustaðir - í fótspor W.G. Collingwoods
Á sýningunni má sjá ljósmyndaverk eftir Einar Fal Ingólfsson, sem unnin eru með hliðsjón af vatnslitamyndum, teikningum og ljósmyndum sem breski myndlistarmaðurinn og fornfræðingurinn William Gershom Collingwood málaði og tók af stöðum sem koma fyrir í Íslendingasögunum á tíu vikna ferðalagi um Ísland sumarið 1897.
Lesa meira