Fyrirsagnalisti

Á mótum tveggja tíma 2.12.2006 - 12.3.2007 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Á sýningunni Á mótum tveggja tíma gat að líta ljósmyndir úr safni hins þjóðþekkta Guðna Þórðarsonar eða Guðna í Sunnu, blaðamanns, ljósmyndara og ferðamálafrömuðar. Sýndar voru myndir víða af á landinu frá miklu umbrotaskeiði í sögu þjóðarinnar. Myndir Guðna í Sunnu eru eins og tímasneið frá árunum 1946 til 1960. Þar má sjá fólk við hversdagslega iðju og alls konar störf úti og inni: menn á sjó, konur við fiskverkun, réttirnar, heybaggaflutninga, vinnuvélar í sveitum sem voru nýjung á þeim tíma, vegagerðarmenn og bifvélavirkja við vinnu o.s.frv. En þar er sitthvað fleira svo sem fjölskylda við tedrykkju í fínu stofunni, litlir prúðbúnir strákar á bryggjunni og viðskiptavinir í röð við búðarborð kaupmannsins.

Lesa meira
 

Hátíð í bæ 2.12.2006 - 7.1.2007 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Á jólasýningunni Hátíð í bæ voru til sýnis ljósmyndir tvíburabræðranna Ingimundar og Kristjáns Magnússona á Veggnum. Á sýningunni var sitthvað sem komið gat börnum í jólaskap, og þar gátu þeir fullorðnu án efa þekkt aftur hina sönnu jólastemmingu bernsku sinnar. Myndirnar fönguðu anda jólahalds sjöunda áratugarins. Þarna mátti sjá jólin í skólanum, litlu jólin, jólaböll stéttarfélaga, jólastemningu heima og einnig fólk við brennusöfnun en hún var mikilvægur þáttur í jólafríum þessa tíma.

Lesa meira
 

Rósaleppaprjón í nýju ljósi 14.10.2006 - 2.12.2006 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Á sýningunni Rósaleppaprjón í nýju ljósi mátti sjá prjónamynstur og verk eftir Hélène Magnússon. Sýningin byggði á rannsóknum á íleppum eða rósaleppum sem voru prjónuð innlegg í íslenska sauðskinnsskó eða roðskó til þæginda og skrauts. Hélène hefur út frá svo kölluðu rósaleppaprjóni hannað eigin prjónamynstur. Sýningin var haldinn í tilefni af útkomu samnefndrar bókar þar sem listakonan birti rannsóknir sínar og uppskriftir.

Lesa meira
 
Riddarateppið

Með silfurbjarta nál - spor miðalda í íslenskum myndsaumi 9.9.2006 - 29.4.2007 Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Á sýningunni Með silfurbjarta nál - spor miðalda í íslenskum myndsaumi voru til sýnis útsaumuð handaverk listfengra kvenna frá ýmsum tímum. Veggtjöld voru bæði notuð í kirkjum og venjulegum híbýlum og á sýningunni er margt dýrgripa: hluti úr eina íslenska reflinum sem varðveist hefur, veggtjöld frá 17. og 18. öld, altarisklæði og kirkjugripir á borð við korpóralshús, hökul og altarisbrúnir. Myndefni útsaumsins er fjölbreytt, m.a. sótt í Biblíuna og sögur helgra manna en einnig í kynjadýraveröld fyrri alda. Þarna má sjá stílfært jurta- og dýraskraut, leturlínur úr sálmum og skýringarorð.

Lesa meira