Fyrirsagnalisti

Viðbygging við Stjórnarráðshúsið og skipulag við Stjórnarráðsreit
Í Safnahúsinu við Hverfisgötu stendur nú yfir í kjallara og í lestrarsal sýning á tillögum um viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið og skipulag við Stjórnarráðsreit.
Lesa meira
Kirkjur Íslands: Með augum biskups og safnmanna
Guðshús hafa öldum saman verið íburðarmikil hús auk þess að hýsa helstu listgripi þjóða. Þannig var því einnig farið á Íslandi.
Lesa meira
Kirkjur Íslands: Skrúði og áhöld. Straumar og stefnur
Eftir nærri tveggja áratuga vinnu við rannsóknir og útgáfu bókaflokksins Kirkjur Íslands, efnir Þjóðminjasafn Íslands til sýningarinnar Skrúði og áhöld. Straumar og stefnur. Ný og einstæð yfirsýn hefur fengist yfir kirkjugripi í friðuðum kirkjum landsins í tengslum við útgáfuna.
Lesa meira
NÆRandi
Á Vegg í Þjóðminjasafni Íslands eru sýndar myndir Heiðu Helgadóttur, ljósmyndara, af trúarlífi í samtíma.
Lesa meira
Kveisustrengurinn
Í handritasafni Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns er að finna 400 ára gamalt dökkt og máð skinnblað með safnmarkið Lbs fragm. 14, sem á eru ritaðar særingar gegn kveisu og gigt. Skinnblaðið er nú til sýnis í Safnahúsinu.
Lesa meira
Bókverk
Á þessari sýningu bókverka eru dregin fram áhugaverð dæmi um skapandi prentverk, bókband og tilraunir með form bókarinnar úr safneign Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns.
Lesa meira
Annarskonar fjölskyldumyndir
Nanna Bisp Büchert hefur skapað sér nafn í danskri ljósmyndasögu. Nokkur verkefna hennar tengjast Íslandi en ekkert þeirra jafn sterkt og Annarskonar fjölskyldumyndir.
Lesa meira
Kirkjur Íslands: Leitin að klaustrunum
Klausturhald á Íslandi hófst með stofnun klausturs í Bæ í Borgarfirði árið 1030. Samtals voru þrettán klaustur stofnuð á fjórtán stöðum á kaþólsku tímaskeiði hérlendis en því síðasta var komið á fót á Skriðuklaustri árið 1493. Klaustrin urðu ásamt biskupsstólunum að umsvifamestu kirkjulegu stofnunum í landinu fram til siðaskipta. Þá var þeim lokað og kaþólsk trú bönnuð með lögum. Klausturhald féll í gleymsku og minjar úr klaustrum týndust.
Lesa meiraDysnes: Heiðnar grafir í nýju ljósi
Úrval gripa sem fundust við rannsóknina á Dysnesi er nú til sýnis í Þjóðminjasafni Íslands.
Lesa meira
Prýðileg reiðtygi
Knapar lögðu upp úr því að reiðtygi væru skrautleg og til prýði. Skreyttur söðull með viðeigandi búnaði var verðmæt eign. Á fyrri öldum sátu konur í kvensöðli með báða fætur öðrum megin; þær riðu kvenveg. Karlar riðu klofvega í sínum söðli.
Lesa meira
Fornar verstöðvar
Karl Jeppesen hefur ljósmyndað fornar verstöðvar um allt land. Á Veggnum er sýnt úrval þessara mynda. Ástand verstöðvanna er misjafnt. Víða sjást minjarnar glögglega en á öðrum stöðum eru þær horfnar af yfirborði jarðar.
Lesa meira
Langa blokkin í Efra Breiðholti
Lengd byggingarinnar er um 320 metrar og í fljótu bragði líkist hún helst virkisvegg. Innan hennar eru tuttugu stigagangar og 200 íbúðir þar sem búa nokkur hundruð manns. David Barreiro ljósmyndaði bygginguna, íbúana og umhverfið heima hjá þeim. Íbúarnir eiga það sameiginlegt að hafa reynslu af því að flytjast til Íslands víða að úr heiminum.
Lesa meira
Sérkenni sveinanna
Af hverju heitir Askasleikir Askasleikir? Á jólasýningu Þjóðminjasafnsins er sett upp jólahús með gripum sem tengjast jólasveinunum. Börnin mega snerta gripina sem geta hjálpað þeim að skilja nöfn jólasveinanna.
Lesa meira
Guðmundur Ingólfsson
Guðmundur Ingólfsson er meðal fremstu ljósmyndara sinnar kynslóðar á Íslandi. Guðmundur hefur notið þess að ljósmynda á eigin vegum og á stórar filmur, landslag og byggð. Í Reykjavík hefur hann skrásett ásýnd borgarinnar og í myndum teknum í úthverfum og í Kvosinni - af sjoppum og af mannlífi - birtast breytingar sem sýna þróun byggðar. Sýningin veitir yfirlit um hálfrar aldar ljósmyndaferil Guðmundar Ingólfssonar.
Lesa meira
Spegill samfélagsins 1770
Í tilefni 135 ára afmælis Þjóðskjalasafns Íslands hefur verið sett upp sýning á úrvali skjala Landsnefndarinnar fyrri 1770. Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 15. júní kl. 17 og er hluti af sýningu Safnahússins við Hverfisgötu, sem ber nafnið Sjónarhorn.
Lesa meira
Krossfestingarmynd á skinnblaði frá 14. öld
Í Safnahúsinu er sérsýning frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þar er sýndur í fyrsta sinn kjörgripur úr handritasafni Árna Magnússonar: Krossfestingarmynd á skinnblaði frá 14. öld.
Lesa meira
Bláklædda konan
Sýning sem byggir á nýjum rannsóknum vísindamanna á beinum og gripum landnámskonu sem fannst árið 1938 í gröf á Austurlandi.
Lesa meira
Sjónarhorn – ferðalag um íslenskan myndheim
Sjónarhorn er grunnsýning á sjónrænum menningararfi Íslendinga en þar eru sýnd verk úr safneign Þjóðminjasafns Íslands, Listasafns Íslands, Náttúruminjasafns Íslands, Þjóðskjalasafns Íslands, Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns og Stofnunar Árna Magnússonar. Þjóðminjasafnið sér um rekstur hússins.
Lesa meira