Eldri sýningar

Dysnes: Heiðnar grafir í nýju ljósi

  • 9.5.2018 - 20.1.2019, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Úrval gripa sem fundust við rannsóknina á Dysnesi er nú til sýnis í Þjóðminjasafni Íslands.

Árið 2017 fundust sex kuml á Dysnesi við Eyjafjörð. Rannsókn á þeim hefur varpað nýju ljósi á greftrunarsiði í heiðni. Bæði er staðsetning kumlanna óvenjuleg og stærð hauga og mannvirkja sem voru yfir gröfunum. Augljóst er að hreyft var við öllum kumlunum í heiðni.

Í kumlunum fundust margvíslegir gripir. Þar á meðal sverð, spjót, nælur, silfurhringur og perlur. Tveir einstaklingar voru heygðir þar í bátum. Við rannsókn á kumlunum komu í ljós um 900 naglar, flestir bátsaumar.

Sýningin er samstarfsverkefni Fornleifastofnunar Íslands ses. og Þjóðminjasafns Íslands.