Fyrirsagnalisti

Í ljósmálinu
Reykvíkingurinn og áhugaljósmyndarinn Gunnar Pétursson átti langan og einstakan feril. Hvort sem hann myndaði náttúru, borg eða mannlíf þá einkenndust öll verk hans af óhlutstæðri sýn hans á umhverfið. Hann sá fleti, form og áferð og lagði alúð í að fanga ljós og hreyfingu í myndum sínum. Hann var virkur í bylgju áhugaljósmyndara eftirstríðsáranna í íslensku samfélagi þegar ný sýn og nýir straumar hösluðu sér völl og listræn ljósmyndun komst á dagskrá.
Lesa meira
Horft til norðurs
Ljósmyndararinn Jessica Auer fer í einskonar könnunarleiðangur um ferðamannastaði Íslands og skrásetur umhverfi ferðamannsins. Í myndum hennar verða ferðalangurinn og efnisheimur hans hluti af náttúrusvæðum og áningarstöðum.
Lesa meira
Með Ísland í farteskinu. Ljósmyndir, úrklippur og munir úr fórum Pike Ward
Englendingurinn Pike Ward var kunnur maður á Íslandi um aldamótin 1900. Hann gerði um tíma út frá Hafnarfirði en ferðaðist einnig um landið og keypti fisk til útflutnings. Pike Ward kenndi Íslendingum að nýta minni fisk og staðgreiddi með peningum sem var nýlunda hér á landi. Smáfiskurinn var við hann kenndur og nefndur Vorðfiskur eða Vorðari.
Lesa meira
Lygasögur
Lygasögur er heitið á dagbók Pike Ward, ensks fiskkaupmanns sem í upphafi 20. aldar var nefndur ”frægasti maður Íslands”, en féll í gleymsku skömmu síðar.
Lesa meira