Eldri sýningar

Lygasögur

  • 7.9.2019 - 9.1.2020, Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Lygasögur er heitið á dagbók Pike Ward, ensks fiskkaupmanns sem í upphafi 20. aldar var nefndur ”frægasti maður Íslands”, en féll í gleymsku skömmu síðar.

Fyrri hluta árs 2019 ferðaðist lista- og kvikmyndagerðamaðurinn Chris Paul Daniels um Ísland til að feta í fótspor Pike Ward og festi ferðalagið á filmu. Lygasögur Ward ásamt úrklippubókum hans eru útgangspunktur Daniels til þess að kanna arfleið Ward. Um leið er kvikmyndin hans eigin upplifun þar sem hann fléttar saman sýn tveggja Englendinga á Ísland með einnar aldar millibili; hann gaumgæfir frásagnargildi mynda þeirra beggja út frá sjónarhóli áhorfanda og ferðalangs, upprunnum í sama landslagi og skrásettum með sömu tækni en tengdum sitt hvorum tímanum.

Verkið, sem þekur þrjá skjái, er framleitt af Einkofi Production. Tónlistina samdi Graham Massey (808 State, Massonix).