Fyrirsagnalisti

Spegill samfélagsins 1770 15.6.2017 - 23.5.2018 Safnahúsið við Hverfisgötu

Í tilefni 135 ára afmælis Þjóðskjalasafns Íslands hefur verið sett upp sýning á úrvali skjala Landsnefndarinnar fyrri 1770. Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 15. júní kl. 17 og er hluti af sýningu Safnahússins við Hverfisgötu, sem ber nafnið Sjónarhorn. 

Lesa meira
 
Inga Lisa

Hugsað heim 3.6.2017 - 12.9.2017 10:00 - 17:00 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Titill sýningarinnar Hugsað heim vísar bæði til viðfangsefnis myndanna og þess draumkennda blæs sem einkennir þær. Ljósmyndarinn Inga Lísa Middleton er búsett í Bretlandi og sýnir á Vegg í Þjóðminjasafni Íslands myndir frá heimalandinu Íslandi. Myndirnar vinnur hún með aðferð sem nefnist Cyanotype og gefur myndunum einkennandi bláan lit. 

Lesa meira
 
BB-fuglamyndir_1959

Fuglarnir, fjörðurinn og landið 3.6.2017 - 12.9.2017 10:00 - 17:00 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Björn Björnsson (1889 – 1977) var áhugaljósmyndari sem sérhæfði sig að mestu leyti í fuglaljósmyndun. Hann vann að ljósmyndun á Austfjörðum meðfram verslunarstörfum, lengst af á Norðfirði. Á síðari árum sérhæfði Björn sig í náttúrulífsljósmyndun og ferðaðist um landið í þeim tilgangi. Myndir hans af fuglum birtust víða, meðal annars í Náttúrufræðingnum og í British Birds.  

Lesa meira
 

Krossfestingarmynd á skinnblaði frá 14. öld 11.5.2017 - 30.4.2018 Safnahúsið við Hverfisgötu

Í Safnahúsinu er sérsýning frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þar er sýndur í fyrsta sinn kjörgripur úr handritasafni Árna Magnússonar: Krossfestingarmynd á skinnblaði frá 14. öld.

Lesa meira
 
Bláklædda konan

Bláklædda konan 23.5.2015 - 16.4.2018 Hornið - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Sýning sem byggir á nýjum rannsóknum vísindamanna á beinum og gripum landnámskonu sem fannst árið 1938 í gröf á Austurlandi. 

Lesa meira
 

Sjónarhorn – ferðalag um íslenskan myndheim 18.4.2015 - 25.4.2021 Safnahúsið við Hverfisgötu

Sjónarhorn er grunnsýning á sjónrænum menningararfi Íslendinga en þar eru sýnd verk úr safneign Þjóðminjasafns Íslands, Listasafns Íslands, Náttúruminjasafns Íslands, Þjóðskjalasafns Íslands, Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns og Stofnunar Árna Magnússonar. Þjóðminjasafnið sér um rekstur hússins. 

Lesa meira