Fyrirsagnalisti

Leiðin á milli 19.5.2007 - 30.9.2007 Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Til sýnis voru frumleg listaverk þriggja listamanna sem kenna sig við Andrá og vinna með menningararfinn. Þetta eru þær Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir og Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá.

Lesa meira
 

Auga gestsins 5.5.2007 - 25.8.2007 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Sýningin Auga gestsins samanstóð af myndum frá Íslandsferðum norska útgerðarmannsins Hans Wiingaard Friis. Norðmenn stunduðu veiðar og útgerð á Íslandi um langt skeið og höfðu hér ítök undir lok 19. aldar og í upphafi 20. aldar. Einn norsku útgerðarmannanna var Hans Wiingaard Friis frá bænum Álasundi í Noregi. Hann stundaði þorskveiðar frá Hafnarfirði árin 1906 til 1909 en var auk þess áhugaljósmyndari og myndaði nokkuð á ferðalögum sínum um landið.

Lesa meira
 

Send í sveit 5.5.2007 - 24.8.2007 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Hvernig var að fara í sveit? Sýningin Send í sveit á Veggnum vakti vafalaust upp bernskuminningar úr sveitinni hjá mörgum landsmönnum. Í sumarbyrjun 2007 rifjaði Þjóðminjasafnið upp þennan tíma með sýningu ljósmynda af börnum við sveitastörf, af kveðjustundum og fagnaðarfundum á BSÍ.

Lesa meira
 

Á tímum torfbæja: híbýlahættir og efnismenning í íslenska torfbænum frá 1850 30.1.2007 - 1.6.2007 Hornið - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Hvernig skyldi hafa verið að búa í torfbæ um miðja 20. öld? Þetta er meðal þess sem dr. Anna Lísa Rúnarsdóttir mannfræðingur hefur velt fyrir sér. Hún rannsakaði lífið í torfbæjunum frá 1850 til búsetuloka fram yfir 1950. Á rannsóknarsýningunni í Forsalnum á 2. hæð eru niðurstöður hennar kynntar og varpa myndir og textar ásamt völdum gripum úr safnkostinum ljósi á þær miklu breytingar sem urðu á þessu síðasta tímaskeiði torfbæjanna.

Lesa meira