Fyrirsagnalisti

Útsaumaðar jólasveinamyndir 14.12.2007 - 6.1.2008 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Á 3. hæð Þjóðminjasafnsins voru til sýnis útsaumaðar jólaveinamyndir eftir Elsu E.Guðjónsson. Myndirnar hannaði og saumaði Elsa við vísnabálk sem hún orti um íslensku jólasveinana. Saumgerðin er gamli íslenski krosssaumurinn í stramma með íslensku eingirni.

Lesa meira
 

Gælur, fælur og þvælur 27.10.2007 - 2.12.2007 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Á Torginu í Þjóðminjasafninu voru til sýnis myndskreytingar Sigrúnar Eldjárns við ljóð Þórarins Eldjárns í bókinni Gælur, fælur og þvælur. Um var að ræða litrík olíumálverk sem börn og fullorðnir höfðu gaman af að skoða saman.

Lesa meira
 

Á efsta degi. Býsönsk dómsdagsmynd frá Hólum 20.10.2007 - 25.5.2008 Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Til sýnis eru þrettán fornar og fagurlega útskornar furufjalir, nú kenndar við bæinn Bjarnastaðahlíð í Skagafirði, en munu upprunalega hafa verið úr mikilfenglegri dómsdagsmynd sem prýtt hefur dómkirkju Jóns helga Ögmundssonar biskups á Hólum í Hjaltadal.

Lesa meira
 

Mannlíf á Eskifirði 1941-1961. Ljósmyndir Halldóru Guðmundsdóttur 8.10.2007 - 27.11.2007 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Í fórum Þjóðminjasafns Íslands eru mörg filmusöfn frá áhugaljósmyndurum sem starfað hafa víða um land. Eitt þeirra er safn Halldóru Guðmundsdóttur (1909-1997). Í því eru yfir 10.000 myndir. Safnið er mjög fjölbreytt að myndefni og í því eru myndir frá ýmsum stöðum á landinu.

Lesa meira
 

Undrabörn 9.9.2007 - 3.2.2008 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Á sýningunni gat að líta ljósmyndir sem hinn heimsþekkti bandaríski ljósmyndari Mary Ellen Mark tók af fötluðum börnum á Íslandi. Þessar myndir sýna veruleika barnanna í samtímanum, en Mary Ellen Mark er þekkt fyrir myndir þar sem horfst er í augu við raunveruleikann.

Lesa meira
 

Undrabörn 9.9.2007 - 3.2.2008 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Á sýningunni Undrabörn var brugðið upp áhugaverðri myndaröð eftir Ívar Brynjólfsson á Veggnum. Myndir hans sýna sérstaklega umhverfi hinna fötluðu barna í Öskjuhlíðarskóla, Safamýrarskóla og Lyngási.

Lesa meira
 

Undrabörn 9.9.2007 - 3.2.2008 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Á sýningunni Undrabörn mátti sjá ýmis myndverk eftir undrabörnin sjálf, fyrrverandi og núverandi nemendur Öskjuhlíðarskóla og Safamýrarskóla. Í báðum skólum er lögð mikil áhersla á að örva börnin með markvissri handavinnu, meðal annars í myndlist.

Lesa meira
 

Leiðin á milli 19.5.2007 - 30.9.2007 Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Til sýnis voru frumleg listaverk þriggja listamanna sem kenna sig við Andrá og vinna með menningararfinn. Þetta eru þær Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir og Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá.

Lesa meira
 

Auga gestsins 5.5.2007 - 25.8.2007 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Sýningin Auga gestsins samanstóð af myndum frá Íslandsferðum norska útgerðarmannsins Hans Wiingaard Friis. Norðmenn stunduðu veiðar og útgerð á Íslandi um langt skeið og höfðu hér ítök undir lok 19. aldar og í upphafi 20. aldar. Einn norsku útgerðarmannanna var Hans Wiingaard Friis frá bænum Álasundi í Noregi. Hann stundaði þorskveiðar frá Hafnarfirði árin 1906 til 1909 en var auk þess áhugaljósmyndari og myndaði nokkuð á ferðalögum sínum um landið.

Lesa meira
 

Send í sveit 5.5.2007 - 24.8.2007 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Hvernig var að fara í sveit? Sýningin Send í sveit á Veggnum vakti vafalaust upp bernskuminningar úr sveitinni hjá mörgum landsmönnum. Í sumarbyrjun 2007 rifjaði Þjóðminjasafnið upp þennan tíma með sýningu ljósmynda af börnum við sveitastörf, af kveðjustundum og fagnaðarfundum á BSÍ.

Lesa meira
 

Með silfurbjarta nál í ævintýraskógi Rousseau 29.3.2007 - 29.4.2007 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Í tengslum við textílsýninguna Með silfurbjarta nál - spor miðalda í íslenskum myndsaumi í Bogasalnum var haldin sýningin Með silfurbjarta nál í ævintýraskógi Rousseau á Torginu. Á sýningunni voru verk nemenda í Myndlistaskólanum í Reykjavík.

Lesa meira
 

Hví ekki Afríka? Ljósmyndir Dominique Darbois og Franskt vor 17.3.2007 - 29.4.2007 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Hví ekki Afríka? var sýning á ljósmyndum Dominique Darbois frá Afríku og afrískum skúlptúrum. Sýningin var haldin í tengslum við frönsku menningarhátíðina Pourquoi pas? á Íslandi. Ljósmyndarinn Dominique Darbois fæddist í París árið 1925 en ferðaðist um Afríku á tímabilinu 1950 til 1980 og myndaði afrískar meðsystur sínar í meira en tíu löndum sunnan Sahara. Konurnar," segir Pierre Amrouche sýningarstjóri, "eru stoðirnar sem heimsálfan hvílir á." Á sínum tíma leyfðu hinar afrísku konur frönsku konunni að taka af sér myndir sem bæru lífi þeirra vitni og nú horfa þær til okkar af myndunum, eftirtektarverðar, sterkar og hugrakkar.

Lesa meira
 

Sporlaust - ljósmyndir Katrínar Elvarsdóttur 17.3.2007 - 29.4.2007 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Á sýningunni Sporlaust voru til sýnis ljósmyndir Katrínar Elvarsdóttur.

Lesa meira
 

Á tímum torfbæja: híbýlahættir og efnismenning í íslenska torfbænum frá 1850 30.1.2007 - 1.6.2007 Hornið - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Hvernig skyldi hafa verið að búa í torfbæ um miðja 20. öld? Þetta er meðal þess sem dr. Anna Lísa Rúnarsdóttir mannfræðingur hefur velt fyrir sér. Hún rannsakaði lífið í torfbæjunum frá 1850 til búsetuloka fram yfir 1950. Á rannsóknarsýningunni í Forsalnum á 2. hæð eru niðurstöður hennar kynntar og varpa myndir og textar ásamt völdum gripum úr safnkostinum ljósi á þær miklu breytingar sem urðu á þessu síðasta tímaskeiði torfbæjanna.

Lesa meira
 

Með tyggjó og túberað hár 12.1.2007 - 11.3.2007 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Hvert tímabil hefur sinn blæ og stíl. Með ljósmyndasýningunni Með tyggjó og túberað hár rifjaði Þjóðminjasafnið upp stemningu sjöunda áratugarins eins og hún birtist okkur í myndum tvíburabræðranna Ingimundar og Kristjáns Magnússona. Í framhaldi af sýningunni Hátíð í bæ á Veggnum með myndum bræðranna frá jólaundirbúningi og jólahaldi sjöunda áratugarins brá Þjóðminjasafnið upp myndum þeirra af táningum frá sama tíma með tilheyrandi bítli og sveiflu.

Lesa meira
 

Á mótum tveggja tíma 2.12.2006 - 12.3.2007 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Á sýningunni Á mótum tveggja tíma gat að líta ljósmyndir úr safni hins þjóðþekkta Guðna Þórðarsonar eða Guðna í Sunnu, blaðamanns, ljósmyndara og ferðamálafrömuðar. Sýndar voru myndir víða af á landinu frá miklu umbrotaskeiði í sögu þjóðarinnar. Myndir Guðna í Sunnu eru eins og tímasneið frá árunum 1946 til 1960. Þar má sjá fólk við hversdagslega iðju og alls konar störf úti og inni: menn á sjó, konur við fiskverkun, réttirnar, heybaggaflutninga, vinnuvélar í sveitum sem voru nýjung á þeim tíma, vegagerðarmenn og bifvélavirkja við vinnu o.s.frv. En þar er sitthvað fleira svo sem fjölskylda við tedrykkju í fínu stofunni, litlir prúðbúnir strákar á bryggjunni og viðskiptavinir í röð við búðarborð kaupmannsins.

Lesa meira
 

Hátíð í bæ 2.12.2006 - 7.1.2007 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Á jólasýningunni Hátíð í bæ voru til sýnis ljósmyndir tvíburabræðranna Ingimundar og Kristjáns Magnússona á Veggnum. Á sýningunni var sitthvað sem komið gat börnum í jólaskap, og þar gátu þeir fullorðnu án efa þekkt aftur hina sönnu jólastemmingu bernsku sinnar. Myndirnar fönguðu anda jólahalds sjöunda áratugarins. Þarna mátti sjá jólin í skólanum, litlu jólin, jólaböll stéttarfélaga, jólastemningu heima og einnig fólk við brennusöfnun en hún var mikilvægur þáttur í jólafríum þessa tíma.

Lesa meira
 
Riddarateppið

Með silfurbjarta nál - spor miðalda í íslenskum myndsaumi 9.9.2006 - 29.4.2007 Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Á sýningunni Með silfurbjarta nál - spor miðalda í íslenskum myndsaumi voru til sýnis útsaumuð handaverk listfengra kvenna frá ýmsum tímum. Veggtjöld voru bæði notuð í kirkjum og venjulegum híbýlum og á sýningunni er margt dýrgripa: hluti úr eina íslenska reflinum sem varðveist hefur, veggtjöld frá 17. og 18. öld, altarisklæði og kirkjugripir á borð við korpóralshús, hökul og altarisbrúnir. Myndefni útsaumsins er fjölbreytt, m.a. sótt í Biblíuna og sögur helgra manna en einnig í kynjadýraveröld fyrri alda. Þarna má sjá stílfært jurta- og dýraskraut, leturlínur úr sálmum og skýringarorð.

Lesa meira