Eldri sýningar

Útsaumaðar jólasveinamyndir

  • 14.12.2007 - 6.1.2008, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Á 3. hæð Þjóðminjasafnsins voru til sýnis útsaumaðar jólaveinamyndir eftir Elsu E.Guðjónsson. Myndirnar hannaði og saumaði Elsa við vísnabálk sem hún orti um íslensku jólasveinana. Saumgerðin er gamli íslenski krosssaumurinn í stramma með íslensku eingirni.

Elsa E. Guðjónsson er einn helsti textíl- og búningafræðingur landsins og starfaði lengi við Þjóðminjasafn Íslands. Myndirnar voru áður sýndar í anddyri safnsins fyrir jólin 2005.