Fyrirsagnalisti

Heimsins hnoss - Lúinn kistill, silfurskeið og nærbuxur (með gati) 5.11.2022 - 17.9.2023 Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Sýningin teflir saman upplýsingum um dánarbú sem varðveittar eru á Þjóðskjalasafni Íslands og gripum úr munasafni Þjóðminjasafnsins með það að markmiði að varpa ljósi á efnisheim fólks á 18. og 19. öld. 

Lesa meira
 

Myndskreytt tengsl Íslands og Finnlands í 75 ár 19.10.2022 - 22.1.2023 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Sýningunni er ætlað að beina sjónum að samskiptum ríkjanna í gegnum tíðina á léttu nótunum. Fjallað er um stjórnmálasamband, þekkt þjóðleg einkenni og minnisverða atburði. 

Lesa meira
 

Á elleftu stundu 17.9.2022 - 26.2.2023 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Í yfir þúsund ár voru torfhús helstu híbýli Íslendinga en upp úr 1970 höfðu þau lokið því hlutverki sínu og einungis var þá búið í örfáum torfbæjum. Engar alhliða áætlanir lágu fyrir um varðveislu torfhúsa og því var komið að endalokum þeirra fáu bæja sem eftir stóðu.

Lesa meira
 

Úr mýri í málm 30.4.2022 - 1.5.2024 Hornið - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Á öldum áður unnu Íslendingar járn úr mýrum. Það var gert með rauðablæstri sem stundaður var í töluverðu mæli fram eftir miðöldum. Þá fór að draga verulega úr járngerð hér á landi og mun rauðablástur hafa lagst endanlega af á 17. eða 18. öld. Við það gleymdist margt varðandi þetta forna handverk og enn er ekki að fullu ljóst hvernig rauðablásturinn fór fram. 

Lesa meira