Eldri sýningar

Myndskreytt tengsl Íslands og Finnlands í 75 ár

  • 19.10.2022 - 22.1.2023, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Sýningunni er ætlað að beina sjónum að samskiptum ríkjanna í gegnum tíðina á léttu nótunum. Fjallað er um stjórnmálasamband, þekkt þjóðleg einkenni og minnisverða atburði. 

Árið 2022 eru 75 ár liðin frá því að Ísland og Finnland tóku upp formlegt stjórnmála-samband. Tvíhliða samskipti þjóðanna eru góð og byggja á gagnkvæmum skilningi. Löndin eru sammála um hvað skipti helstu máli á alþjóðavettvangi. Samskipti þjóðanna hafa á liðnum árum dafnað á sviði menningar, lista, viðskipta og beint meðal fólks. Einnig hafa lífsskilyrði þjóðanna batnað til muna með árunum. Ísland og Finnland eru bæði málsvarar alþjóðlegs og norræns samstarfs og sýna það í verki saman eða í sitthvoru lagi.

Sýningunni er ætlað að beina sjónum að samskiptum ríkjanna í gegnum tíðina á léttu nótunum. Fjallað er um stjórnmálasamband, þekkt þjóðleg einkenni og minnisverða atburði. Sýningin varpar þó fyrst og fremst ljósi á þá samheldni sem til þarf þannig að takast megi á við verkefni framtíðarinnar.

Illustrated relations between Iceland and Finland - 75 years and more

Iceland and Finland celebrate 75 years of diplomatic relations in 2022. Bilateral relations between our countries are excellent and characterized by mutual understanding. Views on priorities in international relations are probably more convergent than ever before. Over the 75 years we have seen relations flourish in culture and arts, trade and people-to-people contacts. We have also experienced a remarkable rise in the standard of living in our countries. Both Finland and Iceland emphasize the importance of being active members in the international community as well as upholding strong Nordic cooperation.

The exhibition uses humor to illustrate the relations between our countries: diplomacy, well-known national characteristics, memorable events and above all, the sense of unity with which we meet the future together.

Hönnuðir og höfundar sýningar:
Näyttelyn kuvitus teksteineen
Utställningens illustrationer med text
Exhibition illustrations & text
Lóa Hjálmtýsdóttir
Lotta Nykänen
Greipur Gíslason

Sýningarnefnd:
Näyttelyn työryhmä
Arbetsgrupp för utställningen
Exhibition Working Group
Embassy of Finland in Reykjavík
Embassy of Iceland in Helsinki
National Museum of Iceland
National Archives of Finland