Fyrirsagnalisti

Útsaumaðar jólasveinamyndir
Á 3. hæð Þjóðminjasafnsins voru til sýnis útsaumaðar jólaveinamyndir eftir Elsu E.Guðjónsson. Myndirnar hannaði og saumaði Elsa við vísnabálk sem hún orti um íslensku jólasveinana. Saumgerðin er gamli íslenski krosssaumurinn í stramma með íslensku eingirni.
Lesa meira
Gælur, fælur og þvælur
Á Torginu í Þjóðminjasafninu voru til sýnis myndskreytingar Sigrúnar Eldjárns við ljóð Þórarins Eldjárns í bókinni Gælur, fælur og þvælur. Um var að ræða litrík olíumálverk sem börn og fullorðnir höfðu gaman af að skoða saman.
Lesa meira
Á efsta degi. Býsönsk dómsdagsmynd frá Hólum
Til sýnis eru þrettán fornar og fagurlega útskornar furufjalir, nú kenndar við bæinn Bjarnastaðahlíð í Skagafirði, en munu upprunalega hafa verið úr mikilfenglegri dómsdagsmynd sem prýtt hefur dómkirkju Jóns helga Ögmundssonar biskups á Hólum í Hjaltadal.

Undrabörn
Á sýningunni gat að líta ljósmyndir sem hinn heimsþekkti bandaríski ljósmyndari Mary Ellen Mark tók af fötluðum börnum á Íslandi. Þessar myndir sýna veruleika barnanna í samtímanum, en Mary Ellen Mark er þekkt fyrir myndir þar sem horfst er í augu við raunveruleikann.
Lesa meira
Undrabörn
Á sýningunni Undrabörn var brugðið upp áhugaverðri myndaröð eftir Ívar Brynjólfsson á Veggnum. Myndir hans sýna sérstaklega umhverfi hinna fötluðu barna í Öskjuhlíðarskóla, Safamýrarskóla og Lyngási.
Lesa meira
Undrabörn
Á sýningunni Undrabörn mátti sjá ýmis myndverk eftir undrabörnin sjálf, fyrrverandi og núverandi nemendur Öskjuhlíðarskóla og Safamýrarskóla. Í báðum skólum er lögð mikil áhersla á að örva börnin með markvissri handavinnu, meðal annars í myndlist.
Lesa meira