Eldri sýningar

Gælur, fælur og þvælur

  • 27.10.2007 - 2.12.2007, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Á Torginu í Þjóðminjasafninu voru til sýnis myndskreytingar Sigrúnar Eldjárns við ljóð Þórarins Eldjárns í bókinni Gælur, fælur og þvælur. Um var að ræða litrík olíumálverk sem börn og fullorðnir höfðu gaman af að skoða saman.

Í tengslum við sýninguna kom bókin Gælur, fælur og þvælur út hjá Forlaginu ásamt geisladiski þar sem Bára Grímsdóttir kveður íslenskar rímnastemmur - fornar og nýjar.