Eldri sýningar

Textíllistaverkið Skammdegi

Ingibjörg Styrgerður Haraldsdóttir

  • 1.2.2008 - 20.4.2008, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Textíllistaverkið Skammdegi eftir Ingibjörgu Styrgerði Haraldsdóttur var til sýnis í anddyri Þjóðminjasafnsins. Ingibjörg Styrgerður er fædd árið 1948. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands árin 1967-1974 og við Hochschule für angevandte Kunst í Vín 1974-1979.

Ingibjörg Styrgerður hefur haldið sex einkasýningar á Íslandi og í Svíþjóð og tekið þátt í samsýningum á íslandi, í Eistlandi, Austurríki, Bandaríkjunum, Svíþjóð, Finnlandi, Belgíu, Danmörku og Úkraínu. Hún hefur unnið til ýmissa viðurkenninga fyrir list sína, fékk starfslaun listamanna árið 1989 og 1998-1999, og viðurkenningu fyrir tillögu að listskreytingu í Ráðhúsi Reykjavíkur árið 1991. Verk hennar eru í eigu einkaaðila og stofnana, meðal annars í Alþingi Íslendinga.

Ingibjörg Styrgerður kenndi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands frá 1981-1983, en frá 1990-2004 rak hún einkarekinn myndlistaskóla. Frá 1993 hefur hún ræktað og unnið eigin lín.