Eldri sýningar

Hvað er svona merkilegt við það?

Störf kvenna í 100 ár

  • 19.6.2015 - 31.8.2016, Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu
  • Hvað er svona? Upphaf og lok

Sýningin er framlag Þjóðminjasafnsins á aldarafmæli kosningaréttar íslenskra kvenna og sýningargerðin er styrkt af afmælisnefndinni.

 Á sýningunni er sjónum beint að aðstæðum kvenna á Íslandi á liðinni öld eða frá því konur fengu kosningarétt árið 1915. Með sýningunni veltir Þjóðminjasafnið upp spurningum um hvað hefur áunnist á þessum 100 árum og hvert sé stefnt. Safnkostur Þjóðminjasafnsins veitir góða heimild um sögu kvenna á öllum sviðum atvinnulífsins. Á sýningunni er dregin upp mynd af ólíkum störfum íslenskra kvenna og baráttu þeirra fyrir réttindum sínum í eina öld. 

Hvað er svona merkilegt við það? Kynningarmynd sýningarinnar og forsíðumynd sýningarskrár er unnin af grafíska hönnuðinum Ármanni Agnarssyni, en notuð var grafíkmynd Ragnheiðar Jónsdóttur, Deluxe and delightful, 1979 ofan á ljósmynd Hjálmars Bárðarsonar.

Sýningarhönnuðir: Brynhildur Pálsdóttir og Magnea Guðmundsdóttir Textahöfundur: Kristín Svava Tómasdóttir Grafískir hönnuðir: Ármann Agnarsson og Helgi Páll Melsted Sýningarnefdn: Bryndís Sverrisdóttir, Brynhildur Pálsdóttir, Kristín Svava Tómasdóttir, Lilja Árnadóttir, Magnea Guðmundsdóttir, Þorbjörg Br. Gunnarsdóttir.

Hvað er svona? Húsmóðir