Hvað er svona merkilegt við það?
Störf kvenna í 100 ár
Sýningin er framlag Þjóðminjasafnsins á aldarafmæli kosningaréttar íslenskra kvenna og sýningargerðin er styrkt af afmælisnefndinni.
Á sýningunni er sjónum beint að aðstæðum kvenna á Íslandi á liðinni öld eða frá því konur fengu kosningarétt árið 1915. Með sýningunni veltir Þjóðminjasafnið upp spurningum um hvað hefur áunnist á þessum 100 árum og hvert sé stefnt. Safnkostur Þjóðminjasafnsins veitir góða heimild um sögu kvenna á öllum sviðum atvinnulífsins. Á sýningunni er dregin upp mynd af ólíkum störfum íslenskra kvenna og baráttu þeirra fyrir réttindum sínum í eina öld.
Kynningarmynd sýningarinnar og forsíðumynd sýningarskrár er unnin af grafíska hönnuðinum Ármanni Agnarssyni, en notuð var grafíkmynd Ragnheiðar Jónsdóttur, Deluxe and delightful, 1979 ofan á ljósmynd Hjálmars Bárðarsonar.
Sýningarhönnuðir: Brynhildur Pálsdóttir og Magnea Guðmundsdóttir Textahöfundur: Kristín Svava Tómasdóttir Grafískir hönnuðir: Ármann Agnarsson og Helgi Páll Melsted Sýningarnefdn: Bryndís Sverrisdóttir, Brynhildur Pálsdóttir, Kristín Svava Tómasdóttir, Lilja Árnadóttir, Magnea Guðmundsdóttir, Þorbjörg Br. Gunnarsdóttir.