Að vefa saman DNA
Sýningin er samvinnuverkefni íslenska vöruhönnuðarins Hönnu Dísar Whitehead og skoska textílhönnuðarins Claire Anderson.
Hönnuðirnir leitast við að veita íslenskum og skoskum textíl nýja merkingu með því að flétta saman aðferðum og þáttum úr handverki og þjóðarímynd. Í verkefninu er farið aftur í tímann og skoskt og íslenskt handverk rannsakað allt aftur til sameiginlegra forfeðra. Markmið rannsóknarinnar var m.a. að kanna hvaða þátt handverkið átti í að móta sjálfsmynd þjóðanna og bera saman hefðir þeirra á þessu sviði.
Verkefnið var styrkt af Creative Scotland og Ístex.