Blaðamaður með myndavél
Ljósmyndir Vilborgar Harðardóttur
Sýnt er úrval ljósmynda Vilborgar Harðardóttur en hún var blaðamaður Þjóðviljans á árunum 1963-1981. Á þeim tíma höfðu ljósmyndarar ekki sérstaka stöðu í íslenskri blaðamannastétt og því var það í höndum blaðamanna að mynda umfjöllunarefni sitt.
Vilborg fór víða og myndir hennar varpa ljósi á tíðaranda, störf fólks og viðburði en myndirnar á sýningunni eru frá árunum 1963-1975.
Myndasafn Vilborgar var afhent Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafni haustið 2013 og nefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna styrkti skönnun myndanna. Sýningarhöfundur er Sigurlaug Jóna Hannesdóttir, sýningin stendur til áramóta 2015.