Reykholt, búskapur og umhverfi
Reykholt, búskapur og umhverfi var rannsóknasýning um þverfaglegar rannsóknir í Reykholti opnuð. Reykholtsverkefnið var samstarfsverkefni fjölmargra stofnana innanlands og utan um sögu, náttúru, búskap, fornleifar og bókmenntir í Reykholti.
Sýningin var kynnt með fyrirlestrum tveggja fræðimanna og að loknum erindum opnaði Margrét Hallgrímsdóttir sýninguna og gestum var boðið að skoða hana undir leiðsögn sýningarhöfunda.
Dagskrá: Kl. 12.10-13:10.
Kynningarfyrirlestrar um sýninguna og verkefnið í Fyrirlestrasal Þjóðminjasafns við Suðurgötu, opnir öllum áhugasömum.
Fundarstjóri Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður.
Guðrún Gísladóttir, dósent í landfræði við Háskóla Íslands: Rannsóknir á búskap og umhverfi í Reykholtsdal og nágrenni. Guðrún gerir grein fyrir sýningunni og tengslum verkefnisins Reykholt, búskapur og umhverfi við Reykholtsverkefni.
Erindið verður flutt á íslensku.
Ian Simpson, prófessor í jarðvegsfræðum við háskólann í Sterling á Skotlandi: Reykholt in North Atlantic Historical Landscape Context. Hann fjallar þar um tengsl Reykholtsrannsókna við rannsóknir á umhverfisbreytingum í kjölfar landnáms við Norður-Atlantshaf. Simpson fjallar um verkefnið, Reykholt, búskapur og umhverfi og tengsl þess við verkefnið Landscapes circum landnám.
Erindið verður flutt á ensku.
Sýningin formlega opnuð skoðuð undir leiðsögn þátttakenda í Reykholtsverkefninu og fyrirspurnum (á íslensku eða ensku) svarað.
Allir velkomnir. Gengið er inn um aðalinngang Þjóðminjasafnsins.