Eldri sýningar

"Hér stóð bær"

  • 15.1.2005 - 27.2.2005, Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Í Myndasal snemma árs 2005 gat að líta greiningarsýninguna „Hér stóð bær“, þar sem gestir voru beðnir um að hjálpa til við að þekkja bæina á myndunum. Ljósmyndir sem berast myndasafni Þjóðminjasafnsins eru misvel skráðar og þangað berast söfn af filmum sem eru alveg óskráð. Þar á meðal eru margar bæjarmyndir. 

Á sýninguni var brugðið upp á þriðja hundrað ljósmyndum af óþekktum sveitabæjum. Myndirnar eru allar frá 20. öldinni og flestar teknar um miðbik hennar, á árunum frá 1930-60.