Eldri sýningar

Skuggaföll. Portrettmyndir Kristins Ingvarssonar

  • 16.6.2005 - 18.9.2005, Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Kristinn Ingvarsson ljósmyndari er að margra mati fremstur þeirra sem taka portrett fyrir blöð og tímarit á Íslandi. Hann hefur tekið portrettljósmyndir af þekktum Íslendingum og útlendingum frá því hann útskrifaðist frá Harrow College of Higher Education í Bretlandi árið 1989. Hann hefur lagt rækt við svarthvítt portrett og hefur lag á að finna samhljóm milli persóna og umhverfis. Hver mynd Kristins er á einhvern hátt samvinna milli hans sem ljósmyndara og myndefnisins.

Það er líkt og áhorfendur komist örlítið nær þessum persónum a myndunum. Margir þekkja stakar ljósmyndir Kristins en með því að safna úrvali af þeim saman birtist ný og óvænt sýn. Þessar ljósmyndir af samtíðarmönnum eru fjársjóður fyrir framtíðina. Þær hafa sögulegt gildi en standa einnig hver fyrir sig sem sjálfstætt verk. Kristinn hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir myndir sínar hjá Blaðaljósmyndarafélagi Íslands og Blaðamannafélagi Íslands. Þrjár myndir hans eru á The National Portrait Gallery í London.