Eldri sýningar

Drasl eða dýrgripir?

  • 1.5.2022 - 31.12.2022, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Í safninu eru nú til sýnis íslenskar umbúðir, sem Andrés Johnson rakari og safnari í Ásbúð í Hafnarfirði hirti. Án hans áhuga á hönnun væri þessi gripaheild ekki til. Sælgæti, tóbak, bón, happdrættismiðar, skömmtunarseðlar og fleira frá því um 1930-60.

Sýningin er á 3. hæð í fjölskyldurýminu Stofu. Hún var innblástur barnadagskrár sumarsins 2022 sem fólst m.a. í föndursmiðju þar sem börn mótuðu sitt eigið listaverk úr fundnu efni og breyttu þannig drasli í dýrgrip.