Með verkum handanna
  • Með verkum handanna

Með verkum handanna | Íslenskur refilsaumur fyrri alda

  • 4. nóv 2023 - 5. maí 2024

Dýrgripir íslenskrar listasögu á tímamótasýningu sem haldin er í tilefni af 160 ára afmæli Þjóðminjasafnsins. Öll fimmtán íslensku refilsaumsklæðin sem varðveist hafa eru á sýningunni. Níu eru varðveitt í Þjóðminjasafni Íslands en sex hafa verið fengin að láni frá erlendum söfnum, eitt frá Louvre safninu í París, fjögur frá Nationalmuseet København og eitt frá Rijksmuseum Twente í Hollandi.   

Refilsaumsklæðin eru meðal merkustu listaverka fyrri alda og bera íslenskri kirkjulist fagurt vitni. Elstu klæðin eru frá því skömmu fyrir 1400 en hið yngsta frá árinu 1677. 

Refilsaumur er saumgerð sem dregur nafn sitt af orðinu refill. Reflar voru skrautleg tjöld úr ull eða líni sem höfð voru til þess að tjalda innan bæði kirkjur og híbýli fólks fyrr á tíð. Refilsaumur er aðeins eitt útsaumsspora sem notuð voru á miðöldum og er afbrigði af útsaumi sem nefndur er lagður saumur. Þessi meistaraverk íslenskrar miðaldalistar voru unnin af listfengum konum sem bjuggu yfir þekkingu og þjálfun í vefnaði og útsaumi. 

Sýningin er árangur og niðurstöður áratugarannsókna Elsu E. Guðjónsson (1924-2010) á refilsaumi. Elsa starfaði á Þjóðminjasafni Íslands í rúm 30 ár. 

Í fyrsta sinn sem öll íslensku refilsaumsklæðin eru sýnd á sama stað

Það er fátítt að sýning með svo mörgum lánsgripum frá erlendum söfnum sé sett upp hér á landi. Lánsgripirnir þurfa sérstaka meðhöndlun og lúta ströngum skilyrðum lánssafnanna um flutning, varðveislu og sýningarbúnað. Áralangar rannsóknir innan Þjóðminjasafnsins hafa skipt sköpum til þess að lán og flutningur á svo dýrmætum gripum geti orðið að veruleika.

Viðburðardagskrá 

Meðan á sýningunni stendur verða fjölbreyttir viðburðir í Þjóðminjasafninu sem tengjast sýningunni; hádegisfyrirlestrar um einstök klæði, sérfræðileiðsagnir, námskeið og barnadagskrá. Í janúar verður efnt til málþings um rannsóknir Elsu E. Guðjónsson og verkin á sýningunni. 

Liðnir viðburðir

5. nóvember: Barnaleiðsögn um sýninguna
Í klæðin eru saumaðar myndasögur og heill heimur býr að baki hverju klæði. Safnkennari tekur á móti börnunum og opnar með þeim heiminn að baki klæðanna.
>>> Viðburðurinn hefst klukkan 14:00.

11. nóvember á Marteinsmessu: Hádegisfyrirlestur Margaret Jean Cormack
Margaret Jean Cormack prófessor emeritus í trúarbragðafræði við College of Charleston flytur erindi um klæðið Marteins sögu sem er í eigu Louvre. Margaret Cormack vinnur nú við rannsóknir á miðaldakristni á Íslandi við Stofnun Árna Magnússonar, þar sem hún rannsakar kirkju- og trúarbragðasögu Íslands. Hun mun tala um dýrkun heilags Marteins á Íslandi, með sérstöku tilliti til altarisklæðisins frá Grenjaðarstað.
>>> Viðburðurinn hefst klukkan 14:00.

11. nóvember: Örnámskeið Heimilisiðnaðarfélagsins. Uppselt.
Heimilisiðnaðarfélagið heldur örnámskeið í refilsaum. Heimilisiðnaðarfélagið hefur framleitt fjóra fallega útsaumspakka í tilefni sýningarinnar. Útsaumspakki fylgir skráningargjaldi og einnig sérfræðileiðsögn. UPPSELT er á námskeiðið.

18. nóvember: Örnámskeið Heimilisiðnaðarfélagsins. Uppselt.
Heimilisiðnaðarfélagið heldur örnámskeið í refilsaum. Heimilisiðnaðarfélagið hefur framleitt fjóra fallega útsaumspakka í tilefni sýningarinnar. Útsaumspakki fylgir skráningargjaldi og einnig sérfræðileiðsögn með Lilju Árnadóttur sama dag. Hér er hægt að skrá sig á námskeiðið.
>>> Viðburðurinn hefst klukkan 10:30 og stendur til kl. 13:30. Klukkan 14:00 hefst svo leiðsögn um sýninguna sem þátttakendum er boðið að njóta.
UPPSELT er á námskeiðið.

18. nóvember: Sérfræðileiðsögn með Lilju Árnadóttur
Lilja ritstýrði samnefndri bók eftir Elsu E. Guðjónssongaf sem Þjóðminjasafnið gaf út í október. Lilja er fyrrum sviðsstjóri í Þjóðminjasafninu, hvar hún starfaði í 30 ár.
>>> Viðburðurinn hefst klukkan 14:00.

9. desember: Sérfræðileiðsögn með Lilju Árnadóttur 
Lilja ritstýrði samnefndri bók eftir Elsu E. Guðjónssongaf sem Þjóðminjasafnið gaf út í október. Lilja er fyrrum sviðsstjóri í Þjóðminjasafninu, hvar hún starfaði í 30 ár.

14. janúar: Sérfræðileiðsögn með Hörpu Þórsdóttur þjóðminjaverði
Harpa leiðir gesti um sýninguna og deilir með gestum þekkingu sinni og sýn á verkin.
>>> Viðburðurinn hefst klukkan 14:00.

27. janúar: Málþing
Meðal þeirra sérfræðinga sem flytja erindi eru Lilja Árnadóttir, Steinunn Kristjánsdóttir, Margaret Cormack, Elisabeth Antoine, Árný Sveinbjörnsdóttir, Jan Heinemeirer og Sigríður Guðmarsdóttir.

29. janúar - 1. febrúar: Sýningarsal lokað tímabundið

Marteinsklæðið frá Grenjaðarstað verður tekið niður og Heilög þrenning - altarisklæði frá Stóradal, einnig kallað Þrenningarklæðið, verður sett upp.
Marteinsklæðið er í eigu listasafnsins Lourve. Þrenningarklæðið er í eigu Enchede í Hollandi.

2. febrúar: Sýningarsalur opnaður á ný

2. febrúar á Safnanótt: Sérfræðileiðsögn með Lilju Árnadóttur
Lilja ritstýrði samnefndri bók eftir Elsu E. Guðjónsson sem Þjóðminjasafnið gaf út í október. Lilja er fyrrum sviðsstjóri í Þjóðminjasafninu, hvar hún starfaði í 30 ár.
>>> Viðburðurinn hefst klukkan 20:00.

4. febrúar: Barnaleiðsögn um sýninguna
Í klæðin eru saumaðar myndasögur og heill heimur býr að baki hverju klæði. Safnkennari tekur á móti börnunum og opnar með þeim heiminn að baki klæðanna.
>>> Viðburðurinn hefst klukkan 14:00

25. febrúar: Sérfræðileiðsögn með Svanhildi Óskarsdóttur
Svanhildur, sem er rannsóknarprófessor við stofnun Árna Magnússonar, fjallar um Maríuklæðið.
>>> Viðburðurinn hefst klukkan 14:00 

3. mars: Fjölskyldudagskrá og teiknismiðja
Í klæðin eru saumaðar myndasögur og heill heimur býr að baki hverju klæði. Safnkennari tekur á móti börnunum og opnar með þeim heiminn að baki klæðanna og leiðir teiknismiðju. Rimmugýgur verður á staðnum og miðlar menningu landnámsaldar á lifandi og skemmtilegan. Sunnudaginn 3. mars munu þau sýna kríl og fléttur.
>>> Viðburður stendur frá 13:00-16:00

10. mars: Sérfræðileiðsögn með Kristjáni Mímissyni
Kristján er fornleifafræðingur og starfar sem sérfræðingur á munasafni Þjóðminjasafnsins.
>>> Viðburðurinn hefst kl. 14:00.

10. mars: Örnámskeið Heimilisiðnaðarfélagsins. Uppselt.
Heimilisiðnaðarfélagið heldur örnámskeið í refilsaum. Heimilisiðnaðarfélagið hefur framleitt fjóra fallega útsaumspakka í tilefni sýningarinnar. Útsaumspakki fylgir skráningargjaldi og þátttakendur geta skoðað sýninguna.
>>> UPPSELT er á námskeiðið.

21. mars: Til heiðurs Elsu E. Guðjónsson
Þennan dag eru hundrað ár frá fæðingardegi Elsu. Til heiðurs henni verður dagskrá í safninu, erindi og leiðsögn um sýninguna. Guðbjörg Kristjánsdóttir flytur erindið Íslenska teiknibókin og refilsaumuðu klæðin og Hildur Hákonardóttir flytur erindið Saumað en ekki ofið. Lilja Árnadóttir verður með leiðsögn um sýninguna. 

7. apríl: Fjölskyldudagskrá og teiknismiðja

Í klæðin eru saumaðar myndasögur og heill heimur býr að baki hverju klæði. Safnkennari tekur á móti börnunum og opnar með þeim heiminn að baki klæðanna og leiðir teiknismiðju. Rimmugýgur verður á staðnum og miðlar menningu landnámsaldar.
>>> Viðburður stendur frá 13:00-16:00

27. apríl: Leiðsögn með Ágústu Kristófersdóttur
Ágústa er safnafræðingur og sviðsstjóri munasafns Þjóðminjasafns Íslands.
>>> Viðburðurinn hefst klukkan 14:00.

Dagskráin fram undan

4. maí: Örnámskeið Heimilisiðnaðarfélagsins 
Heimilisiðnaðarfélagið heldur örnámskeið í refilsaum. Heimilisiðnaðarfélagið hefur framleitt fjóra fallega útsaumspakka í tilefni sýningarinnar. Útsaumspakki fylgir skráningargjaldi og þátttakendum er boðið á sýninguna. Lesa má nánar um námskeiðið á vef Heimilisiðnaðarfélagsins og skrá sig. 

>>> Námskeiðið hefst kl. 10:00 og stendur til kl. 13:30

5. maí: Sérfræðileiðsögn með Lilju Árnadóttur, síðasti sýningardagur
Lilja ritstýrði samnefndri bók eftir Elsu E. Guðjónsson sem Þjóðminjasafnið gaf út í október. Lilja er fyrrum sviðsstjóri í Þjóðminjasafninu, hvar hún starfaði í 30 ár.
>>> Viðburðurinn hefst klukkan 14:00.

5. maí: Fjölskyldudagskrá og teiknismiðja
Í klæðin eru saumaðar myndasögur og heill heimur býr að baki hverju klæði. Safnkennari tekur á móti börnunum og opnar með þeim heiminn að baki klæðanna og leiðir teiknismiðju. 
>>> Viðburður stendur frá 13:00-16:00

Þakkir

Sýningarnefnd / Exhibition committee:
Anna Leif Auðar Elídóttir, Ágústa Kristófersdóttir, Bryndís Erla Hjálmarsdóttir, Freyja Hlíðkvist Ómarsdóttir Sesseljudóttir, Kristján Mímisson, Ólöf Bjarnadóttir, Sandra Sif Einarsdóttir, Sigríður Þorgeirsdóttir
Verkefnastjóri / Exhibition Management: Bryndís Erla Hjálmarsdóttir
Ráðgjafi við sýningargerð / Exhibition consultant: Lilja Árnadóttir
Handritshöfundur / Manuscript: Kristján Mímisson (byggt á textum Elsu E. Guðjónsson / based on texts by Elsa E. Guðjónsson)
Þátttakandi í handritsgerð / Co-writer: Hlynur Helgason
Þýðing / Translations: Anna Yates
Sýningarhönnun / Exhibition design: Axel Hallkell Jóhannesson
Grafísk hönnun / Graphic design: Sigrún Sigvaldadóttir
Samstarfsaðilar / Collaborative partners: Musée du Louvre, Nationalmuseet i København, Rijksmuseum Twenthe
Styrktaraðili / Sponsor: Icelandair
Þakkir / Acknowledgements: Heimilisiðnaðarfélagið, TVG-Zimsen, Ívar Brynjólfsson

Með verkum handanna, bók eftir Elsu E. Guðjónsson kom út í október

Með verkum handanna

 

Sýningin er árangur og niðurstöður áratugarannsókna Elsu E. Guðjónsson (1924-2010) á refilsaumi. Elsa starfaði á Þjóðminjasafni Íslands í rúm 30 ár. Þann 5. október s.l. kom út samnefnt verk Elsu þar sem áratugarannsóknir hennar eru lagðar fram í ríflega 400 síðna verki sem um 1000 ljósmyndir prýða. 

Bókin er til sölu í Safnbúð Þjóðminjasafnsins

Sýningin er stærsti viðburður ársins, en Þjóðminjasafn Íslands fangar 160 ára afmæli í ár. Enginn ætti að láta þennan viðburð fram hjá sér fara. 

 

 

Hátíðarmerki 160 ára afmæli