Eldri sýningar

Ljósmyndir úr Íslandsheimsókn 1955

  • 16.6.2011 - 2.10.2011, Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Á sýningunni má sjá ljósmyndir Kurt Dejmo sem hann tók í fyrri heimsókn sinni hingað til lands árið 1955.

Sænski ljósmyndarinn og myndlistarmaðurinn Kurt Dejmo (1919-2009) lærði málaralist í Stokkhólmi og París. Hann heimsótti Ísland tvívegis, fyrst árið 1955 og aftur árið 1961. Í þessum ferðum tók hann hátt í 2000 myndir.

Ljósmyndarinn og myndlistarmaðurinn Kurt Dejmo (1919-2009) fæddist nyrst í Svíþjóð og lærði málaralist í Stokkhólmi og París. Hann fékk áhuga á ljósmyndun og notaði ljósmyndina mikið í listsköpun sinni. Ísland heimsótti hann tvívegis, fyrst árið 1955 og aftur árið 1961. Úr þessum ferðum eru til hátt í 2000 myndir.

Dejmo settist að í Uddevalla á vesturströnd Svíþjóðar þar sem hann vann að list sinni. Á 6. og 7. áratugnum sýndi hann víða og vann til verðlauna fyrir ljósmyndir sínar. Oft voru það myndir úr Íslandsferðunum.

Landslag í þess frumstæða og upprunalega formi; berar klappir og víður sjóndeildarhringur vakti athygli Dejmo sem ljósmyndara. Tímaleysi landslagsins höfðaði til hans og sótti hann myndefni sitt oft til eyðilegra staða á borð við Norrland í Svíþjóð og Íslands og í sitt nánasta umhverfi í Bohuslän. Spor mannsins í náttúrunni heilluðu hann líka, raflínur, vegir og hlaðnir garðar sem mynda eins konar mynstur sem kallast á við form náttúrunnar sjálfrar. Myndir Dejmo eru að mestu svarthvítar og sóttist hann eftir því að hafa mikinn kontrast í myndunum, ýkti muninn á ljósi og skugga. Skyldleikinn við teikningar og grafík er augljós. Sýn Dejmo á Ísland virkar kunnugleg nú en var nýstárleg árið 1955. Myndirnar eru gjöf hans til safnsins.