Eldri sýningar

Á veglausu hafi

  • 14.2.2015 - 10.5.2015, Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu
  • Á veglausu hafi

Sýnd verða verk eftir myndlistarmanninn Kristinn E. Hrafnsson ásamt gripum úr Þjóðminjasafninu og Byggðasafninu á Skógum. Með innsetningu sinni veltir Kristinn upp hugmyndum um hvernig fólk hefur fyrir tíma nútímatækni staðsett sig í umhverfinu, hvort sem er á sjó eða á landi.

Á veglausu hafiKristinn hefur áður unnið með slíkar hugmyndir en fjölmörg verka hans í opinberu rými fjalla um staði, tíma og sögu.

Að kunna skil á áttum og reiða sig á eigin skynjun, reynslu eða eðlisávísun ásamt þekkingu á sólargangi og himintunglum þótti mikilvægt til að hægt væri að staðsetja sig í veröldinni. Á landi geta kennileiti hjálpað til að ná áttum en í siglingum er slíkt flóknara. Á minjasöfnum má sjá gripi eins og sólskífur, leiðarsteina og skuggavísa sem hafa hjálpað til við að lesa vísbendingar úr náttúrunni en Kristinn hefur kannað tilgang slíkra gripa og hafa þeir orðið kveikja að listsköpun hans.