Eldri sýningar

Torfhús og tíska

  • 15.8.2014 - 21.9.2014
  • Torfhús og tíska

Á sýningunni Torfhús og tíska eru ljósmyndir eftir sænska ljósmyndarann Lisen Stibeck, sem hún tók á ferð sinni um landið sumarið 2013. Á sýningunni getur að líta myndir af fyrirsætum í fatnaði eftir Steinunni Sigurðardóttur við torfhús sem tilheyra húsasafni Þjóðminjasafnsins.

Með myndum sínum vill Lisen Stibeck sýna einstakt samspil íslenskrar náttúru, menningararfs og tísku.

Um Ísland segir Lisen Stibeck: „Ef land væri ljóð, þá væri það land Ísland " en hún heillaðist af landinu fyrir mörgum árum og hefur myndað víða.