Þar sem rósir spruttu í snjó
Vassilis Triantis
Þar sem rósir spruttu í snjó er sýning á ljósmyndum Vassilis Triantis. Sýningin er samsett úr ljósmyndum Vassilis sjálfs og myndum úr fjölskyldualbúmi tengdaforeldra Vassilis, þeirra Ástu og Gústa sem lengi voru rósabændur í Laugarási í Biskupstungum. Sýningin er virðingarvottur við líf og starf þeirra hjóna og endurspeglar minningar um rósir sem spruttu í snjó.
Vassilis Triantis er fæddur í Grikklandi en býr og starfar í Hollandi. Hann sótti sér menntun í líffræði og starfar nú jöfnum höndum að líffræðirannsóknum og við ljósmyndun. Hann hefur tekið þátt í sýningum víða og hlotið viðurkenningar fyrir verk sín.