Nesstofa-Hús og saga
Nesstofa-Hús og saga var sýning sem gerð var í samvinnu við Seltjarnarnesbæ. Nesstofa er meðal elstu og merkustu steinhúsa landsins. Á sýningunni var lögð aðaláhersla á að sýna húsið, byggingar- og viðgerðarsögu þess, en auk þess var fjallað um nokkra þætti í merkri sögu hússins. Í Nesi var fyrsta læknisembætti landsins stofnað,árið 1760, lyfsala hófst þar árið 1772 og þar starfaði einnig ljósmóðir.
Í Urtagarðinum við Nesstofu má einnig skoða íslenskar jurtir sem notaðar voru við lyfjagerð eða nýttar til næringar og heilsubótar.