Eldri sýningar

Betur sjá augu. Ljósmyndun íslenskra kvenna 1872 - 2013

  • 25.1.2014 - 1.6.2014
  • Betur sjá augu

Fyrsta konan sem lærði ljósmyndun og starfaði hér var Nicoline Weywadt sem hóf störf sem ljósmyndari á stofu sinni á Austfjörðum árið 1872. Sýningin nær því yfir 140 ára tímabil og eru viðfangsefni ljósmyndaranna eftir því  fjölbreytt.

Sýningin er afrakstur  tveggja ára rannsóknarvinnu Katrínar Elvarsdóttur, ljósmyndara og sýningarhöfundar. Ljósmyndirnar valdi sýningarhöfundur út frá fagurfræðilegum forsendum. Lögð var áhersla á myndir þar sem persónuleg sýn og sköpun ljósmyndaranna nýtur sín og sem endurspegla um leið iðjusemi þeirra og áhuga á starfi sínu.Ljósmyndunum var skipt í þrjá flokka eftir viðfangsefni: landslag/náttúra, fjölskylda/heimilislíf og portrett/mannlíf.

Sýningin er samstarfsverkefni Þjóðminjasafns Íslands og Ljósmyndasafns Reykjavíkur er samtímis á báðum stöðum. Í Myndasal Þjóðminjasafns eru myndir sem flokka má sem fjölskylda/heimilislíf og portrett/mannlíf. Í sýningarsal Ljósmyndasafns Reykjavíkur eru myndir úr flokknum landslag/náttúra.