Eldri sýningar

Barnamenningarhátíð 2014

  • 23.4.2014 - 4.5.2014
  • barnamenning 2014
  • barnamenning 2014

Í tilefni af Barnamenningarhátíð 2014 voru þrjár sýningar í Þjóðminjasafninu: Teiknibókin lifnar við sem er unnin af börnum í Myndlistarskólanum í Reykjavík og Ég og jörðin mín og Óróinn minn úr umhverfinu mínu

 

Teiknibókin lifnar við

Á sýningunni Teiknibókin lifnar við getur að líta verk eftir nemendur á aldrinum 4-12 ára úr barna- og unglingadeild Myndlistaskólans í Reykjavík. Verkin eru öll  unnin út frá Íslensku teiknibókinni sem er einstætt handrit úr safni Árna Magnússonar. Talið er að teikningarnar í teiknibókinni séu eftir fjóra teiknara sem voru uppi á tímabilinu 1330-1500. Á síðasta ári kom út bók eftir Guðbjörgu Kristjánsdóttur listfræðing um Íslensku teiknibókina.

 Teikningar Íslensku teiknibókarinnar lifna við í meðförum barnanna, verða að þrívíddarskúlptúrum, skuggateikningum, leirstyttum, grafíkverkum, hreyfimyndum og fleira spennandi.

Ég og jörðin mín

Nemendur í 3. bekk Ingunnarskóla sýna í anddyri Þjóðminjasafnsins á Barnamenningarhátíð. Sýningin nefnist Ég og jörðin mínog hafa nemendur verið að velta fyrir sér hvernig þau upplifa jörðina.  Verkin eru að mestu leyti gerð úr endurunnum og öðrum tilfallandi endurnýttum efnum.

Óróinn minn úr umhverfinu mínu

Leikskólinn Stakkaborg var í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands í tengslum við Barnamenningarhátið 2014. Börn af elstu deild Stakkaborgar fóru í heimsókn í safnið og fengu fræðslu og fengu einnig safnkennara í heimsókn á leikskólann. Börnin voru frædd um leiki og leikföng „í gamla daga“ og lærðu einnig vísur á borð við Buxur, vesti, brók og skór eftir Jónas Hallgrímsson, Abba labba lá eftir Davíð Stefánsson og Völuspá. Börnin útbjuggu hvert sinn óróa þar sem efniviðurinn eru meðal annars ýmsir hlutir sem þau hafa fundið í náttúrunni og umhverfi sínu.