Eldri sýningar

Nála

  • 30.1.2015 - 3.3.2015
  • Nála

Sýningin Nála er byggð á samnefndri barnabók eftir Evu Þengilsdóttur. Bókin kom út hjá Sölku í október 2014 og er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Innblástur sækir höfundur í Riddarateppið sem er til sýnis á þriðju hæð Þjóðminjasafnsins.

Föstudaginn 30. janúar 2015 var opnuð á Torgi Þjóðminjasafnsins sýningin Nála. Sýningin er byggð á samnefndri barnabók eftir Evu Þengilsdóttur sem kom út í október 2014 og er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barnabóka.Sýningin er gagnvirk og þátttaka gesta gerir það að verkum að hún breytist dag frá degi. Sýningargestir eru hvattir til að skapa og hafa þannig áhrif á sýninguna í gegnum mynsturgerð og saum. Ásgarður handverkstæði hefur unnið kubba og fleiri hluti fyrir sýninguna en einnig verður hægt að hlusta á upplestur úr bókinni. Innblástur sótti Eva í Riddarateppið sem er til sýnis á þriðju hæð Þjóðminjasafnsins en sagan er óður til íslensks menningararfs og um leið ævintýri um valið milli góðs og ills, stríðs og friðar. Nála er önnur barnabók höfundar, en hún hefur á undanförnum árum skrifað barnaefni fyrir sjónvarp, fræðslusvið kirkjunnar og leikskóla. Myndverk eftir Evu eru bæði í einkaeigu og eigu opinberra aðila.