Eldri sýningar

Teiknibókin lifnar við

  • 12.4.2014 - 4.5.2014
  • barnamenning 2014

Í tilefni af Barnamenningarhátíð 2014 voru þrjár sýningar í Þjóðminjasafninu: Teiknibókin lifnar við sem er unnin af börnum í Myndlistarskólanum í Reykjavík og Ég og jörðin mín og Óróinn minn úr umhverfinu mínu. Á sýningunni Teiknibókin lifnar við getur að líta verk eftir nemendur á aldrinum 4-12 ára úr barna- og unglingadeild Myndlistaskólans í Reykjavík. Verkin eru öll  unnin út frá Íslensku teiknibókinni sem er einstætt handrit úr safni Árna Magnússonar.

barnamenningarhátíð 2014Talið er að teikningarnar í teiknibókinni séu eftir fjóra teiknara sem voru uppi á tímabilinu 1330-1500. Á síðasta ári kom út bók eftir Guðbjörgu Kristjánsdóttur listfræðing um Íslensku teiknibókina.

 Teikningar Íslensku teiknibókarinnar lifna við í meðförum barnanna, verða að þrívíddarskúlptúrum, skuggateikningum, leirstyttum, grafíkverkum, hreyfimyndum og fleira spennandi.