Eldri sýningar

Húsin í bænum

  • 17.1.2015 - 17.5.2015
  • Húsin í bænum

Ljósmyndir af húsum í miðbæ Reykjavíkur frá áratugnum 1975-85. Kristinn Guðmundsson myndaði húsin og eru myndir hans sterkur vitnisburður um tíðarandann en líka um ástand miðbæjarins á þessum áratug.

Húsin í bænumNytjamarkaðurinn Góði hirðirinn hafði samband við Ljósmyndasafn Íslands í Þjóðminjasafni vegna 3500 myndskyggna sem þangað bárust og er úrval þessara mynda nú sýnt. Kristinn virðist hafa myndað á frídögum eða um helgar þegar rólegt var í bænum og fáir á ferli. Næstum  má skynja að ljósmyndarinn hafi áttað sig á að breytingar voru í vændum í þjóðfélaginu en myndirnar spanna stutt árabil og því skapast sterkur tímaspegill í myndasafninu. Engar upplýsingar um höfundinn fylgdu myndskyggnunum en vísbendingar um nafn hans komu fram á einu filmublaði.

Kristinn Guðmundsson  (1934-2006) starfaði um árabil sem bókavörður í Bókabílnum.