Svipmyndir eins augnabliks
Ljósmyndir Þorsteins Jósepssonar
Sýning á ljósmyndum Þorsteins Jósepssonar sem stendur í Myndasal til ársloka 2014. Safn Þorsteins (1907-1967) er eitt stærsta, merkasta og heildstæðasta einkasafn frá síðustu öld sem varðveitt er í Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafni. Þorsteinn var kunnur rithöfundur og blaðamaður og ferðaðist víða og hafa ljósmyndir hans mikið heimildagildi vegna þess hve margþætt skráning hans var á landi og lífsháttum. Steinar Örn Atlason er sýningarstjóri.