Eldri sýningar

Ron Rosenstock

  • 10.5.2014 - 27.5.2014
  • Ron Rosenstock

Þann 10. maí 2014 var opnuð á Torginu sýningin Innblástur, ljósmyndir bandaríska ljósmyndarans Ron Rosenstock. Ísland; landið, himininn, trén og jöklarnir eru myndefnið.

Ron RosenstockÍ kynningartexta um sýninguna segir: „Landið, himinninn, trén og jöklarnir eru viðfangsefni ljósmynda minna og innblásturinn að gerð þeirra. Við vinnslu ljósmyndanna sem nú fer fram í tölvu, en var áður fyrr unnin í myrkraherberginu, leitast ég við að ná fram þeim tilfinningum sem ég upplifði við myndatökuna sjálfa.

Ég hef kosið að vinna myndirnar mínar í svart/hvítu og innrauðu. Með þessum aðferðum verða lokaútgáfur myndanna mjög ólíkar upphaflega viðfangsefninu, en gera mér kleift að túlka og deila þeim tilfinningum sem ég upplifði á hverjum myndatökustað fyrir sig.

Markmið mitt er að eiga í samræðum við landið. Fyrir mér er það að ljósmynda Ísland líkt og að verða vitni að fæðingu plánetunnar okkar þar sem nátturulegir kraftar eru enn að skapa og forma landið. Ég skynja hina óvenjulegu orku hér á Íslandi og leitast við að tjá hana í myndunum mínum.

Ron Rosenstock er bandarískur ljósmyndari sem hefur haft það að atvinnu síðan 1967 að skipuleggja sérstakar ljósmyndaferðir víða um heim. Hann hefur haldið fjölmargar sýningar á myndum sínum og margar bækur hafa verið gefnar út um ljósmyndir hans.