Gamalt og gott
Fortíð í nýju ljósi - enduropnun Þjóðminjasafns Íslands
1. september 2004 opnaði Þjóðminjasafn Íslands aftur eftir umfangsmiklar breytingar á safnhúsi og sýningum. Í þessum þætti verður fjallað um nýja grunnsýningu safnsins þar sem þemað er hvernig verður þjóð til.
Fjallað um nýjungar í safnmiðlun, gerbreyttar aðstæður til sýningarhalds og innviði Þjóðminjasafnsins sem hefur geymt þjóðararfinn í meira en 140 ár. Umsjón og dagskrárgerð: Haukur Hauksson og Snorri Már Skúlason. Höfundaréttur Sagafilm.