Fréttir
  • 1O8A7829-768x512

Styrkur úr safnasjóði: Leyndardómur Valþjófsstaðahurðarinnar

14.2.2023

Minjasafn Austurlands hlaut í gær styrk í aðalúthlutun safnasjóðs til verkefnis sem Þjóðminjasafnið er samstarfsaðili að. Styrkurinn er veittur til útgáfu þrauta- og leikjaheftis með skapandi verkefnum um Valþjófsstaðahurðina. 

Í gegnum tíðina hafi Þjóðminjasafn Íslands og Minjasafn Austurlands staðið fyrir margvíslegri fræðslu um Valþjófsstaðahurðina. Þessi tvö söfn ákváðu að sameinast um að setja saman þrauta- og leikjahefti þar sem börnum og ungmennum væri gefinn kostur á að fræðast um Valþjófsstaðahurðina og spreyta sig á alls konar verkefnum, þrautum og leikjum þar myndmál hurðarinnar og saga eru nýtt sem kveikjur að sköpun og pælingum. Við hönnun, gerð og uppsetningu heftisins munu söfnin leita til listafólks sem hefur reynslu af gerð sambærilegra verkefna fyrir börn.

Það eru safnkennararnir Anna Leif Auðar Elídóttir og Jóhanna Bergmann sem standa að verkefninu f. h. Þjóðminjasafnsins og Elsa Guðný Björgvinsdóttir safnstjóri Minjasafns Austurlands stýrir því f. h. Minjasafns Austurlands.

Valþjófsstaðahurðin er einn af lykilgripum Þjóðminjasafns Íslands, hún er í senn gripur með mikla sögu og listaverk. Hér má fræðast nánar um þennan fallega grip