Fréttir

Margir gestir komu til að fylgjast með handverkshersum Rimmugýgjar við vattarsaum

4.9.2023

Sunnudaginn 3. september var fyrsti handverksviðburður af þremur sem Rimmugýgur stendur fyrir í Þjóðminjasafninu í haust. Þá kynntu uppáklæddir handverkshersar vattarsaum. 

Vattarsaumur er aðferð sem landnámsfólk notaði. Við hann er notuð gróf oddlaus nál, helst úr beini, og ull sem hægt er að þæfa. Margir gestir komu til að fylgjast með handverksfólkinu að störfum og læra af því. 

Þann 1. október verður svo næsti viðburður: Kríl og fléttur. 

Þjóðminjasafn Íslands hefur átt dýrmætt samstarf við Rimmugýg undanfarin misseri. Rimmugýgur hefur einstakt lag á því að miðla menningu landnámsfólks með lifandi og skemmtilegum hætti.

VattarsaumurVidburdur

VattarsaumurVidburdur1

VattarsaumurVidburdur2