COVID-19

Nýjar reglur um samkomutakmarkanir. Viðburðahaldi frestað.

30.3.2021

Í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða vegna Covid-19 faraldursins og þeirra samkomutakmarkana sem nú eru í gildi verður hámarksfjöldi gesta í Þjóðminjasafni Íslands 10 manns í hverju hólfi. 

Fjöldatakmarkanir eiga ekki við um börn fædd 2015 og síðar. Grímuskylda og tveggja metra reglan er í gildi á safninu. Allir viðburðir á safninu falla niður til og með 15. apríl. Nýjar dagsetningar á viðburðum verða auglýstar síðar.