Viðburðir framundan

Barnaleiðsögn: Drekar, draugar og álfadísir

  • 3.4.2022, 14:00 - 14:45, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Sunnudaginn 3. apríl kl. 14 verður ævintýraleg leiðsögn um dreka, drauga og dísir í Þjóðminjasafninu. Við skoðum heillagripi og fleira þjóðsagnakennt á safninu. Við sögu kemur álfapottur, drekaskreytingar, óskasteinar og galdratákn. 

Í Stofu er hægt að láta fara vel um sig, finna lesefni við hæfi, leika sér og spila. Þar er einnig að finna leggi og kjálka, bóndabæ með búpeningi og búaliði, myndir til að lita og skemmtilega búninga til að máta. 

Aðgöngumiði í safnið gildir. Ókeypis fyrir handhafa árskorts og frítt fyrir börn yngri en 18 ára. Árskort kostar 2.500 kr. og gildir á allar sýningar og viðburði á Þjóðminjasafninu.

Verið öll velkomin.