Fréttir
  • Syning-Thordis-Sigridur-51_1695054285276

Troðfullt hús við opnun ljósmyndasýninga um helgina

18.9.2023

Þann 16. september opnuðu tvær ljósmyndasýningar í Þjóðminjasafninu. Fjölmargt var við opnunina og góður rómur gerður að sýningunum. 

Ef garðálfar gætu talað er afrakstur ljósmyndaskráningar þeirra Sigríðar Marrrow og Þórdísar Erlu Ágústsdóttur á hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni sem nú heyrir sögunni til eins og landsmenn vita. Myndirnar sýna myndir af samfélagi sem teljast verður einstakt á landsvísu. 

Einnig eru nú sýndar ljósmyndir í eigu Ljósmyndasafns Íslands frá Laugarvatni, sú sýning ber heitið Sumardvalarstaðurinn Laugarvatn.  Á henni eru syrpur mynda sem sýna sumardvalarstaðinn og skólasamfélagið á Laugarvatni, auk mynda frá Landsmóti UMFÍ árið 1965.

 Syning-Thordis-Sigridur-23Syning-Thordis-Sigridur-55

Syning-Thordis-Sigridur-58Syning-Thordis-Sigridur-54

Syning-Thordis-Sigridur-61

Syning-Thordis-Sigridur-66

Syning-Thordis-Sigridur-73